Andvari - 01.01.1882, Page 52
48
Sólin
kolum á hverri klukkustund til að viðhalda þessum
hita; ef sólin væri öli einn kolamoli, mundi hún brenna
upp á 5000 árum. Sólarhitinn getur þá ekki beinlínis
verið kominn af bruna einhvers efnis. Sólarhitinn
gæti líka haldizt við á þann hátt, að alltaf féllu ýmsir
líkamir inn í sóiina; þah mundi og framleiða töluverðan
hita. Ef jörðin félliinn á sólina, mundi hún geta við-
haldið sólarhitanum í 93 ár, ef líkami jafnstór sólunni
rækist á hana, mundi hitinn vera nógur í 33 miljónir
ára. J>að var því ætlun sumra, að sólarhitinn héldist
við af því aðí sífollu rigndi niður á hana óteljandi smáum
hnattbrotum (stjörnuhröpum). Hinu nafnkuuni náttúru-
fræðingur Helmholtz ætlar að sólarhiti framkomi á líkan
hátt, en þó eigi alveg eins. J>ess hefir áður verið getið
að mönnum þykir mjög líklegt að sólin og jarðstjörn-
urnar allar hafi í fyrstu verið geysistór gufuhnöttur,
sem smátt og smátt drógst saman. Smáhlutar jarð-
stjarnanna og sólarinnar fylltu þá allt rúmið, sem nú er
á rnilli sólarinnar og yztu jarðstjarnanna og náðu enu
lengra út í geiminn, Allir smáhlutar í þessum gufu-
hnetti drógust síðan saman eða með öðrum orðum
frumagnirnar hafa síðan verið á sífeldu falli að 'mið-
púnkti sólarinnar; við fall þeirra kemur fram vissthita-
magn. Helmholtz heflr reiknað að á þennan hátt mundi
hitinn verða nægur í 20,237,500 ár. Eptir þessu ætti
sóliu að minnsta kosti eigi að vera eldri en 20 mili. ára;
en jarðfræðingurinn Croll og ýmsir aðrir hafa sýnt af
myndun jarðlaganna, að jörðin hlýtur að vera eldri en
þetta, og þar af leiðir að sóliu verður að vera enn þá
eldri, svo eitthvað íleira kemur hitanum til leiðar en
aðdráttaraflið. Heimholtz tekur í reikningum sínum
ekkert tillít til þess, að þokuhnötturinn hafi uppruna-
lega haft nokkurn hita, en það virðist vera eðlilegast
að gufuhnötturinn einmitt hafi verið í þessu ásigkomu-
lagi af geysimiklum hita, því allir hlutir stækka við hit-