Andvari - 01.01.1882, Page 58
54
Dm
manni að bana. Árið 526 e. Kr. dóu á Ítalíu og Sýr-
landi við jarðskjálfta um 200 þúsundir manna, 1693
á Sikiley 60 þúsundir og viðlíka margir við jarðskjálft-
ann í Lissabon 1755; 1783 fárust 30 þúsundir manna í
Calabríu og árið 1797 um 40 þúsundir í kringum Quito
í SuSurameríku. Árið 1861 brundi bærinn Mendoza i
Suðurameríku niður til grunna á einni mínútu og flestir
íbúar fórust. í ágústmánuði 1868 urðu 170 þúsundir
manna undir liúsum á vesturströnd Suðurameríku og
biðu bana.
Svo geypilega miklir landskjálftar koma sem betur
fer sjaldan, en smákippir eru algengir, og þegar að er
gáð og haldið saman jarðskjálftafregnum frá öllum heims-
álfum, mun varla sá dagur líða, sem ekki kemur kipp-
ur einhversstabar á jörðunni. Við stærri jarðskjálfta
finnast opt óteljandi smákippir hver á eptir annan.
Árið 1746 eyddist bærinn Callao í Perú af jarðskjálfta,
þá töldu menn 200 sterka landskjálftakippi á 24 klukku-
stundum og í Lima höfuðbænum fundust 450 kippir á
5 mánuðum. í Calabríu fundust sífeldir jarðskjálfta-
kippir á árunum 1783—86 og varð sjaldan hlé á. Fyrsta
árið (1783) tcldu menn 949 ldppi og næsta ár
151 o. s. frv. I Chile gengu daglega jarðskjálftar frá
því 19. nóvember 1822 til þess í september 1823. Á
Hawai-ey í Kyrrahafinu voru mjög tíðir jarðskjálftar
1868;ímarzmánuðitöldumenn yfir 2000kippi. ÍHonduras
i Miðameríku komu 1856 108 jarðskjálftar áeinni viku. Af
þessu má sjá að jarðskjálftakippirnir eru tíðir og missterkir.
Hreyfing sú, sem kemur á jarðarskorpuna við jarð-
skjálfta er ýmisleg. Við lítla jarðskjálfta titrar jörðin
opt að eins lítið eitt, svo að glös hreyfast á hyllum og
hús skjálfa nokkuð, en þegar meira gengur á, gengur
jörðin i bylgjum upp og niður; þessi bylgjuhreyfing
getur orðið svo mikil, að sjá má hvernig landspildurnar
hefjast og falla eins og öldur á sæ. Slíkir landskjálftar