Andvari - 01.01.1882, Síða 61
jarðskjálfta.
57
eða laus í sér, þéttur eða sprunginn, samsettur af einni
bergtegund eða íieirum. ]?ar sem jarðvegurinn er sam-
settur af föstum klettum af sömu bergtegund, fara jarð-
skjálftabylgjurnar um landið með jöfnum hraða og breið-
ast jafnt út til allra hliða, án þess að gjöra mjög
mikinn skaða, en þar sem sandur er í jarðveginum og
sundurbrotnar og sundurklofnar bergtegundir, verða
bylgjurnar ójafnar og óreglulegar; allt verður í mesta
glundroða og hús og borgir hrapa og brotna í mola;
þó eru jarðskjálftabyigjurnar einkum hættulegar, þar sem
sandlög hvíla á föstum grunni. Sandurinn hoppar og
kastast saman í hrúgur og því lausara sem samhengið
er, því meira umturnast jarðlögin; jarðskjálftinn breiðist
þá eigi um mikið svæði, en gjörir mikinn skaða þar
sem hann er. Útbreiðsla landskjálftans er því alveg
bundin við lögun og samsetningu jarðlaganna sem hann
verkar á. Djúpar glufur og gjár í jarðveginum geta
alveg hindrað útbreiðslu landskjálftans, og eins er farið
þar sem margskonar jarðlög og breytileg skiptast á á
litlu svæði. 1828 fannst töluverður landskjálfti í Belgíu
og Rínarlöndum; miðdepill þessa landskjálfta var við
Lúttich og þar fannst hann í djúpum kolanámum, en
yzt í hreyfingarsviðinu fannst hann að eins á yfirborðinu;
í Achen, Eifel, við Bonn og Essen fannst hann uppi, en
enginn kippur niðri í námunum, sem eru á þessum
stöðum. Af líkurn ástæðum verður það opt, að háir og
fastir fjallgarðar hindra jarðskjálftabylgjur á gangi sínum,
svo þær hreyfastfram með þeim, en stökkva aldreiyfir;
þó mikill jarðskjálfti eyði öllu öðrumegin við fjall-
hrygginn, þá getur allt verið með kyrrð og spekt hinu-
megin og enginn fundið minnsta hristing.
Jarðskjálftar eru eins og áður var sagt mjög tíðir
á jörðunni og geta komið nærri alstaðar; þó eru
þeir tíðastir nálægt eldfjöllum. Jarðskjálftakippir
eru eigi beinlínis bundnir við neina sérstaka bygg-