Andvari - 01.01.1882, Page 66
62
Um
upp úr jarðsprungum, þó eru flestar sagnir um það
naumlega áreiðanlegar; að minnsta kosti þyrfti það
nánari rannsókna; rykský geta opt litið út líkt og reykur.
Sprungurnar ganga optast eptir beinum stefnum eins og
sprungurnar er komu við Húsavík 1872; þær ganga frá
norðri til suðurs. Einstaka sinnum liafa við jarðskjálfta
myndast sprungur, er ganga eins og geislar út frá
einum miðpúnkt og þá er vanalega djúp hola í miðj-
unni (Calabría 1783). í Múrcía á Spáni varð jaið-
skjálfti 2i. marz 1829; landskjálftinn náði að eins yfir
lítið svið (hérumbil 4 □ mílur). Öll þorp á þessu svæði
hrundu til grunna og alstaðar komu rifur íjörðiua. A
sléttunum fram með Segurafljótinu komu kringlótt op
og úr þeim vall leðja og salt vatn. Sumstaðar þeyttist
upp um sprungur gulur sandur, líkur þeim sem er við
strendur Alicanteflóans. í Calabríu komu 1783 sumstaðar
svo stórar sprungur í jörðina, að þær gleyptu heil hús,
og lukust svo aptur. Opt kemur það fyrir, að land-
spildan öðru megin við sprunguna sekkur töluvert niður,
svo barmarnir verða misháir og legajarðlaganna raskast.
Aldrei hefir þó orðið jafnmikið jarðrask við landskjálfta
eins og við Cutch við Indus 16. júli 1819 og í Chile
1822. Nálægt Sindree við mynni Indusfljótsins myndað-
ist við jarðskjálftann 1819 lágur landhryggur 11 mílur
á lengd, 10 fet á hæð og 3 mílur á breidd. Um sarna
leyti sökk þar stór landspilda, sem uú er þakin sjó;
flóinn, sem við það myndaðist, er 94 □ mílur á stærð
og 4—18 fet á dýpt. Opt kemur það fyrir, að jarð-
sprurigur myndast án þess þær sjáist á ylirborðinu, en
þær raska þá legu lækja og áa, sem fyrr var getið,
brunnar þorna upp og hverfa eða það lækkar í þeirn og
vatnið verður hvítt eða mórautt af leir, sem blandast
saman við það. Stundum hverfa hverir og laugar við
jarðskjálfta og koma þá stundum upp aptur á öðrum
stöðum; 1597 hvarf t. d. Geysir í Hveragerði fyrir neðan
á