Andvari - 01.01.1882, Side 68
64
Um
Stundum koma illkynjaðar gufur upp um sprungur
þær sem verða við jarðskjálfta; það er jafnvel sagt,
hvort sem það er satt eða eigi, að Tameamea konungur
á Sandwicheyjum hafi eitt sinn ætlað að fara herferð á
móti óvinum sínum, en þurfti þess ekki með, því þá
kom jarðskjálfti og upp úr sprungum, er mynduðust
þar sem óvinaherinn var, kom svo mikið af banvænum
gufum, að meginhluti hersins dó.
Með því að safna saman fregnum um ótal jarð-
skjálfta, þykjast menn hafa fundið að þeir séu tíðari um
haust og vetur en á vorin og á sumrum. Sumir hafa
reynt að setja jarðskjálfta í samband við fjarlægð tungls-
ins, og A. Perrey og R. Falb segja að jarðskjálftar
sén tíðari þegar tunglið er næst jörð en þegar það er
fjærst. J>að er almenn skoðun alþýðu manna í ýmsum
löndum að jarðskjálftar standi í nánu sambandi við
veðráttufar, en þó hafa vísindamenn aldrei getað fundið
með vissu að slíkt samband ætti sér stað. Á mörgum
loptþyngðarmælum er sett merki og ritað við «jarð-
skjálfti», en það er eigi á neinu byggt og hefir ekkert
að þýða; menn hafa tekið eptir því við ótal jarðskjálfta,
að staða kvikasilfursúlunnar í loptþyngðarmælínum hefir
eigi breyzt hið minnsta. Eins og eðlilegt er verður hver
skepna hrædd, þegar jarðskjálfti verður, og er það eigi
undarlegt, en skrítið er það, að það sýnist svo sem ýms
dýr verði óróleg á undan jarðskjálfta. J>að getur verið
að þetta orsakist af því, að þau taki eptir litlum titringi
og smáhreyfingum, er landskjálftinn byrjar með og sem
vér eigi verðum varir við.
Eptir þessar almennu hugleiðingar um jarðskjálftana,
skulum vér fara nokkrum orðum um einstaka mikla
jarðskjálfta, sem í minnum eru liafðir, til þess að vér
getum gjört oss í hugarlund hvernig þeir verka undir
ýmsum kringumstæðum, og til þess að sjá hvaða áhrif
þeir hafa á lönd og þjóðir.