Andvari - 01.01.1882, Side 69
jaröskj álfta.
65
Aldrei hefir neinn jarðskjálfti gjört jafnmikinn
skaða og orðið eins alræmdur eins og jarðskjálftinn í
Lissabon 1. nóvember 1755, en af því honum hefir
verið lýst á íslenzku*) skulum vér að eins fara um
hann fáum orðum. Um morguninn 1. nóvember voru
menn í Lissabon eins og vant var hver við sitt verk og
engum datt í hug, að önnur eins hætta vofði yfir; en
allt í einu kom hræðilegur kippur, húsin hrundu og göt-
urnar fylltust af grjóthrúgum og yfir 50 þúsundir manna
biðu bana. Á undan kippnum var borgin skrautleg og
fögur, full af lífi og fjöri, en á eptir ein grjóthrúga,
þar sem ekkert heyrðist nema vein hinna limlestu og
angistaróp þeirra, sem eptir lifðu og á hverju augna-
bliki bjuggust við dauða sínum. Fjöllin íkringum borg-
ina klofnuðu og óteljandi skriður fylltu dalina. Sjórinn
drógst frá ströndinni, en nokkrum sekúndum síðar kom
hann aptur beljandi og sté 50 fetum hærra en vant var
við stórstraumsflóð. Bæjarbúar flýðu í hópum út á
stóra skipabrú fram með Tejo-fljótinu, en allt í einu
sökk hún með öllu fólkinu, margir bátar og skip hlaðin
mönnum fórust í hríngiðukasti, sem við þetta kom á
fljótsmynnið. Skipsbrúin sökk hérumbil 30 fet. Jarð-
skjálfti þessi fannst um Spán allan og Portúgal, Pýrenea-
fjöll, Alpafjöll, Suður-Svíþjóð, pýzkaland og á Frakk-
landi og Bretlandi. Heita laugin í Töpliz varð allt í
einu þur, en vall svo aptur fram geypistór, líkt átti
sér stað við heitar uppsprettur í Pýreneafjöllum og víðar.
Á Vesturheimseyjum, Antigua, Barbados og Martinique
varð sjórinn kolsvartur eins og blek og 20 fetum hærri
en vant var. Jarðskjálftinn fannst og í Canada, og í
Algier og Marocco í Afríku voru kippirnir mjögsterkir;
mörg hús hrundu þar, svo fjöldi fólks fékk bana. Jarð-
skjálftabylgjan á sjónum var yfir 60 fet á hæð við
*) í Nýrri Surnargjöf.
Andvari. VIII.
5