Andvari - 01.01.1882, Page 71
jarðskjálfta.
67
ception, sáu þeir að jarðskjálftinn kafði þar verið miklu
sterkari og gert mesta tjón; þeir fengu þá fregn að
eigi stæði eitt hús í Conception eða Talcahuano, hafnar-
bænum; 17 þorp eyddust og stór bylgja sópaði miklum
hluta af rústunum af Talcahuano á braut. Öll ströndin
var þakin brotnum trjám og húsbúnaði, eins og þúsund
skip hefðu strandað. Auk stóla, borða, bókaskápa o. s. frv.
lágu þar mörg þök af smáhúsum, sem höfðu borizt burt
nærri alveg heil. Geymsluhús kaupmannanna í Tal-
cahuano höfðu rifnað niður til grunna og stórir pokar
með viðarull og öðrum dýrum verzlunarvörutn lágu á
víð og dreif um ströndina. Stórir steinar höfðu kastazt
upp á ströndina; þeir voru alþaktir þangi og öðru er
sýndi, að þeir höfðu nýiega legið í djúpum sæ; einn
þeirra var 6 fet á lengd, 3 fet á breidd og 2 feta þykkur.
í jarðveginum voru viða djúpar sprungur er iágu frá
norðri til suðurs; nokkrar þeirravoru l'/a alin á breidd.
Björg úr strandklettunum höfðu víða fallið niður á
ströndina. þ>ar som gamlar leirflögur voru í jarðveg-
inum, hafði hann sumstaðar hrokkið sundur í ótal
agnir eins og hann hefði verið sprengdur með púðri.
Næsta dag kom Darwin til Talcaliuano og Conception;
þar var kryllilegt á að líta. Bæir þessir voru eigi
annað en ein rúst, og varla var hægt að sjá að þar
hefði nokkurn tíma byggð verið. Jarðskjálftinn byrjaði
um hádegi, en hefði hann komið um miðja nótt, mundu
eflaust flestallir bæjarbúar hafa farizt, eu nú höiðu eigi
látizt nema tæpt hundrað manna, því flestir höfðu
hlaupið út og forðað sór við fyrstu hreyfiingarnar. I
Conception voru beggja megin við göturnar langir
rústagarðar, en í Talcahuano sást ekkert nema eitt
óreglulegt lag af tígulsteinum, þaksteinum og timbri;
að eins á einstaka stað stóðu eptir veggjabrot; sjáfar-
bylgjan hafði jafnað allt og sópað sumu á burt. Kipp-
urinn kom sumstaðar svo snögglega, að maður einn