Andvari - 01.01.1882, Side 73
jarðskjálfta.
69
lægu á 36 feta dýpi, þá voru þau þó nokkrar mínútur
á þurru. Stdra bylgjan fór hægt, svo menn gátu flúið
til fjalla frá Talcakuano. Bylgjan sást og á Juan
Fernandez ey í Kyrrahafinu rúmar 70 mílur frá landi.
Landið hófst 2—3 fet íkringum flóann við Conception.
Eyjan St. Maria 30 mílur þaðan hófst um 10 fet. f>etta
sást á lifandi skelflskategundum, sem voru fastar við
klettana svo hátt yfir sjáfarfiöt, en þessar tegundir lifa
þó töluvert undir yflrborði sjáfarins. Hér og hvar í
Chile eru stórar hrúgur af skeljum, sömu tegundum og
enn lifa við ströndina, 1000—1300 fet yfir sjáfarfiöt, og
eruþær eflaust þangað komnar af því landið hefir smátt
og smátt á mörgum öldum hafizt upp við iðuga jarð-
skjálfta. Á Juan Fernandez var jarðskjálftinn svo harður,
að tré svignuðu og slógust saman; um sama leyti varð
eldgos á mararbotni rétt fyrir utan strönd þessarar eyjar.
Við jarðskjálfta í Ckile 1751 hreyfðist eyjan Juan Fer-
nandez líka meir en aðrir iandshlutar jafnlangt frá
Conception. Eyjan Chiioö, rúmar 60 mílur í suður frá
Conception, hreyfðist 1835 meir en landið á milli. Beint
á móti eyjunui tóku tvö eldfjöll að gjósa, en ekkert
eldfjall milli Chiloé og Conception bærði á sér. Nærri
3 árum seiuna gengu miklir jarðskjálftar um sömu slóðir
og ein af Chonoseyjunum hófst 8 fet.
Árið 1746 var mikill jarðskjálfti í Perú, 28. októ-
ber. Fyrsta daginn komu 200 kippir. Sjórinn drógst
tvisvar frá ströndinni og flæddi svo laugt upp á land.
Lima eyddist, og nokkur hluti strandlendisins hjá Callao
sökk og varð að flóa; 23 stór skip fluttust langt upp
á þurt land; íbúar í Callao voru fyrir jarðskjálftann
4000 en að eins 200 komust lífs af.
Á Vesturheimseyjum koma opt jarðskjálftar. 1692
var ógurlegur laudskjálfti á Jamaica; jörðin reis og féll
eins og bylgjur á sjó, ótal stórar sprungur mynduðust
hér og hvar, en flestar féllu saman aptur og gleyptu