Andvari - 01.01.1882, Page 77
jarðskjalfta.
73
tilbúnir. Tímaákvarðanir fást með því að bera saman
athuganir manna á ýmsum stöðum, en þó bezt með
sérstöku verkfæri, er Lasaulx hefir fundið upp (Seis-
mor}ironograj)h ).
Ef menn athuga sprungur og rifur í húsum og
múrum í héraði því, sem hefir orðið fyrir jarðskjálftanum,
þá sjá menn miðpúnkt jarðskjálftans á legu þeirra og
stefnu, því eptir aflfræðinni verða þær lóðrétt á land-
skjálftastefnunni. Séu nú línur dregnar eptir þessu frá
öllum athugunarstöðum, sameinast þær á einum stað í
jörðunni og þar hlýtur miðdepill jarðskjálftans að vera.
Ef farið er eptir tímaákvörðunum og menn vita ná-
kvæmlega hvenær kippurinn hefir fundizt á ýmsum stöð-
um í héraðinu, þá má á landabréfi draga línur á milli
allra þeirra staða, sem á sama augnabliki hafa orðið
fyrir jarðskjálftanum (homoseiste), og milli þeirra staða,
sem jarðskjálftinn hefir verkað á með jöfnum krapti
(isoseiste). þ>eir staðir, sem á sama tíma hafa orðið
fyrir jarðskjálftanum, verða þá að vera hérumbil jafulangt
frá miðdeplinum, efhraði jarðskjálftabylgjunnar ígegnum
jarðlögin hefir verið hinn sami í allar áttir. Á landa-
brélinu koma þá fram margir hringir hvor innan í
öðrum og undir miðdepli þeirra hljóta upptök jarð-
skjálftans að vera. Hve langt þau eru niðri í jörðunni
má svo reikna eptir tímanum og hraðanum. Til þess
að finna upptök jarðskjálfta eptir sprungum og rifum
verður kippurinn að hafa verið mjög sterkur, því slík
missmíði koma að eins við harða kippi. Tímaákvarðanir
má aptur á móti nota við alla jarðskjálfta, hve litlir
sem þeir eru. Eptir styrkleika mikilla jarðskjálfta og
skaða þeim, sem þeir gjöra, má og nokkurn veginu sjá
hvar miðdepillinn er, því mest eyðist og skemmist þar.
E. Mallet var hinu fyrsti, er reiknaði út upptölc
jarðskjálfta við landskjálfta í Neapol 1857. Af athug-
unum hans og annara hefir það fundizt, að upptök