Andvari - 01.01.1882, Síða 79
jaröskjálfta.
75
mönnum sýnist svo, að lögun landanna og lilutfallið
milli láðs og lagar sé breytilegt og óstöðugt, þá er því
engan veginn svo varið, þegar menn að eins líta yfir nógu
Jangan tíma; oss hættir allt af við að mæla alJa hluti
eptir oss sjálfum og voru eigin skammvinna Jífi og þeim
fáu augnablikum, sem vér fáum yfir Jitið. þ>ó nú slíkar
breytingar eigi beinlínis orsakist af jarðskjálftum, þá
eru orsakir þess þó nokkuð líkar og við suma jarð-
skjálfta og þess því hér getið með fáum orðum.
Svíar höfðu fyrir löngu tekið eptir því, að Eystra-
salt grynnkaði við strendur Svíþjóðar, og því létu nátt-
úrufræðingarnir Celsius og Linné höggva merki í
klettana við Kalmar og Gefle, til þess þannig með tím-
anum að geta mælt, hve miklu munaði á vissum ára-
tíma. Jarðfræðingurinn Leopold v. Buch var hinn
fyrsti sem sýndi fram fram á (1807) að þetta orsakaðist
af því að Jandið hefst upp, en eigi af því að sjórinn
minnliaði; síðar fundu menn mörg dæmi hins sama.
Eigi hafði þó verið tekið eptir því nákvæmlega, hvort
lönd síga, fyr en Danvin á fetðum sínum kring um
jörðina 1831—36 rannsakaði Kórallaeyjarnar í Kyrra-
hafinu. Hann fann að öll sú Jandspilda á sjáfarbotni,
sem hinar óteljandi Kórallaeyjar sitja á, lilaut að hafa
sokkið. Kóralladýr þau, sem hafa unnið að kóralla-
smíðinu, geta ekld lifað á meira dýpi en 100—150 fet-
um, og deyja ef loptið snertir þau; en nú eru Kóralla-
eyjar mjög brattar og optast hyldýpi rétt við þær(3000
fet og meir) og þó dautt kóratlasmíði í þeim niður úr
gegn. fessu gelur eigi verið öðruvísi varið en svo, að
sjáfarbotninn hafi hægt og hægt sigið, og ný kórallalög
rétt undir vatnsfletinum hafa alltaf bæzt ofan á þau,
sem út dóu, er þau lromu í dýpra vatn. Um samaleyti
sá Pingel á Vestur-Grænlandi, að ströndin hafði sigið
síðan Danir komu þangað íyrst, því staurar, sem reknir
höfðu verið niður á þurru landi, til þess að festa skip