Andvari - 01.01.1882, Side 80
76
Um
við, stóðu nú næstum alveg í kafi í vatni, 1 Chile má
víða sjá þess merki, ’eins og fyrr hefir verið sagt, að
ströndin hefir hafizt; Darwin sá t. d. að ströndin hjá
Penco hafði síðan 1751 risið um 24 fet; gömul för eptir
sjóinn sá hann glögglega á eyjunni Chiloé 300 fet yfir
sjáfarflöt. fessar strandlínur mátti sjá norður eptir öllu
landi, fyrir norðan Coneeption voru þær 6—700 fet yfir
sjáfarflöt og hjá Valparaiso jafnvel 1200 fet, síðan
lækkuðu þær norður eptir og voru 180—200 á Bolivíu-
ströndum. Eyðimörkin Atacama á takmörkum Bolivíu
og Chile hefir auðsjáanlega nýlega hafizt úr sæ og enn
heitabjáíbúunumýmsir hrijúkar á henni og höfðar «hapui»,
sem þýðir ey. fegar norður með ströndinni er auðséð
að hún sígur, hjá Arica hefir ströndin á 40 árum geugið
480 fet í sjó. Á eynni San Lórenzo fyrir framan Callao
í Perú fann Darwin 85 fet yfir sjáfarfiöt steingjörfar skelja-
hrúgur og í þeim steingjör maisstrá og baðmullarþræði,
eptir þvi hefir eyjan hafizt 85 fet síðan menn þar fóru
að rækta rnais og spinna viðarull.
Norðan til á Grænlandi fann Kane á 76° n. br.
við Bumboltjökulinn 41 stig eða tröppur af núnu fjöru-
grjóti hvert yfir öðru, og sýnir það að ströndin liefir
hafizt með hvíldum jafnhátt yfir sjáfarflöt. Hayes fann
þar og við Port Foulke (á 78° 17’ n. br.) að landið
hafði stigið 110 fet yfir sjáfarborð. Á Nýja-Sjálandi
hafa menn jafnvel þókzt sjá að austurströndin hafi hafizt
um 2—5000 fet; aptur á móti gengur vesturströndin
hægt og hægt í sjó. Á Sikiley sjást strandlínur 600 fet
yfir sjáfarflöt. Bretland hefir risið 300—1200 fet úr
sjó. Svíþjóð og Noregur hefjast hægt og hægt úr sjó
eins og fyrr var getið, en þó eigi meira en hér um bil
3 fet á hverri öld; af því má sjá hve langan tíma hefir
þurft til þess, að hefja sum lönd mörg þúsund fet, ef
alstaðar fer svo hægt, sem þó varla er líklegt. Um all-
an Noreg má og finna ýms merki þess, að landið hefir