Andvari - 01.01.1882, Side 82
78
Um
tímabili jarðsögunnar, en á hinurn fyrri tímabilum hafa
þær þ<5 orðið enn þá meiri, enda er tíminn þar lengri,
því elztu jarðmyndanir, fullar af allskonar steingjörfum
sjáfardýrum og sæplöntum, íinnast opt efst í hinum
hæstu fjallgörðum jarðarinnar. Landaskipun sú, sem nú
er og sú útbreiðsla dýra og jurta, sem vér nú höfum fyrir
augum vorum, er komin af þeim breytingum, sem
verið hafa. Oss sýnist allt lítið af því vér sjáum yíir
svo lítinn tíma, en ef einhverjum vorum væri unnt að
líta landaskipun þá, sem verður eptir nokkur hundruð
aldir, mundi henni vissulega vera töluvert öðruvísi varið.
Jarðlræðingar vita að minnsta kosti, að henni hefir verið
allt öðruvisi varið á fyrri tímabilum jarðarinnar. Á
fyrri tímum hafa breytingarnar líklega verið tíðari, jarðar-
skorpan var þá þynnri og um hana lágu ótal sprungur
svo hægra var fyrir landspildurnar að breyta stöðu sinni
innbyrðis, því eptir þyngdarhlutföllunum hækkuðu þær
og lækkuðu. Fyrst var mestur partur jarðarinnar þak-
inn vatni og jarðskorpan þunn, en þegar skorpan kóln-
aði drógst hún saman, við það komu sprungur, sumir
hlutar sigu þá niður en aðrir hófust og við það kom
greining milli lands og lagar.
Margt og misjafnt hefir fyrrum verið ritað um or-
sakir jarðskjálfta, en síðan menn fóru að athuga hreyf-
ingar þeirra ogTupptök nákvæmlega, hafa menn hór um
bil komizt að helztu orsökum þeirra, sem þó eru eigi
ávallt hinar sömu. Á jarðskjálftaathugunum í Alpa-
fjöllum og Ítalíu hafa menn séð, að upptök þeirra eru
helzt þar, sem jarðlögin eru mjög brotin og bogin, og
að þeir optast fara eptir sprungufiötum milli jarðlag-
anna; þessvegna fara þeir opt fram með íjallahryggjum,
en eigi yfir þá, af því glufur hafa komið í jarðiögin
fram með, fjöllunum er þau hófust. Stundum ber það
við, að jarðskjálftar brista þverkafla í fjallgarði, en þó
er það vanalega ámilli tvoggja sprungna í jarðlögunum,