Andvari - 01.01.1882, Page 99
jarðskjálfta.
95
komu 2—4 kippir á kverjum 21 klukkustundum.
9. og 10. september féllu þrír bæir í Ölfusi1).
1783. Gos fyrir Keykjanesi, og síðan fyrir ofan Síðu-
manna-afrétt við Skaptárgljúfur í Varmárdal,
Úlfarsdal og norðar. Gosin byrjuðu 8. júní, en
frá því 1. júní, böfðu miklir jarðskjálftar gengið
um alla Skaptafellssýslu. Allt af fundust jarð-
skjálftakippir meðan á gosutium stóð, en einlcum
þó 24. október; í janúar 1784 gengu og sífeldir
jarðskjálftar þar í grend2).
1784. fá gengu 14.—16. ágúst einhverjir binir mestu
jarðskjálftar, sem nokkurn tíma bafa komið á
íslandi. Magnús Stephensen segir frá því hér
um bil á þessa leið: «14. ágúst var eg staddur
á Innrahólmi á Akranesi; tnilli kl. 4 og 5 e. m.
hristust þar svo hús öll, eins og allt ætlaði niður
að keyra og allir hlupu út og eg með, öll suður-
hliðin á Akrafjalli var hulin reykjarmekki, því
alstabar féllu skriður, og stór björg féllu úr sjáf-
arhömrum fyrir neðan bæinn». þ>essir jarð-
skjálftar voru harðastir í Árnessýsiu; þó fundu
menn nokkrar hreyfingar í fjarlægum héruðum,
og svo að segja um allt Island, t, d. undir Jökli
og í ísafjarðarsýslu, í Kalmaunstungu skemmdust
hús; eins skemmdust hús á einum bæ í Kjós og
öðrum í Fljótslilíð. Kangárvallasýsla og Árnes-
sýsla urðu fyrir mestum skaða. í Rangárvalla-
]) Hannes Finsen: Efterretninger om Tildragelser ved Bjerget
Ilekla udi Island i April og fölgende Maaneder 1766.
Kbhavn, 1767. 8T0'
2) Um þessi gos eru til ýms rit, prentuð og óprentuð, eptir
Sæmund Holm, Magnús Stephensen, Svein Pálsson, Jón
Steingrímsson, Jón Sigurðsson o. fh, og hefi eg skýrt
frá því í «Dansk geografisk Tidskrift III. 1879. 4T0-