Andvari - 01.01.1882, Síða 102
98
Um
1829. 21. febrúar og um nóttina milli hins 21. og 22.
fundust jarðskjálftakippir um allt Suðurland,
næstu daga á eptir fundust og nokkrir kippir,
en miklu vægari. Harðastir voru landskjálftar
þessir í kring um Heklu, og þar skemmdust
6 eða 7 bæir1)
1838. 12. júní kom allmikill landskjálfti fyrir norðan,
og gekk mest yfir landtangana milli Skjálfanda
og Húnaflóa; hrundu þá og skekktust nokkrir
bæir á útkjálkum milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar, hrundi þá og grjót úr sjáfarhömrum
og spilltust fuglabjörg í Grímsey og Drangey.
Eptir því sem frá er sagt hefir þessi land-
skjálfti komið norðaustan úr hafi, og gengið
vestur um og inn á land. Sama dag kl. milli
1 og 2 um morguninn urðu töluverðir jarð-
skjálftar á Eyrarbakka, svo fólk hljóp úr húsum,
og sumir meiddust. Smákippir fundust alla
vikuna, en sunnudaginn hinn 17. febrúar kom
harður kippur. Við Syðri-Reyki höfðu menn og
orðið varir við jarðskjálfta þessa dagana, en hinn
19. um hádegi varð stóri lieykjahver alveg tómur,
án þess menn þó gæti séð í botninn fyrir vatns-
gufum; síðan heyrðist undirgangur og hvellir
niðri í jörðunni, og vatnið spýttist upp með svo
miklum luapti, að stórar spildur af hverahrúðri
rifust úr börmunum2).
1839. Kom í Reykjavík jarðskjálftakippur 28. júlí kl. 4
um morguninn, og annar minni litlu síðar3).
J) I. C. Scliythe: Hekla og dens sidste Udbrud. Kbhavn
1847. 8V0- bls. 50.
2) Schythe: Hekla, bls. 51 og 88) handrit Jónasar Hall-
grimssonar, fol. nr. 11. bls. 121.
3) 1. C. Schythe. Hekla, bls. 51.