Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 108
104
Um
sveitum1) 3. janúar byrjuðu Dyngjufjöll að
gjósa, og síðan kom upp eldur í Sveinagjá á
Mývatnsöræfum.
1878. Eldur uppi í hraununum norður af Heklu. Gos
þetta hófst 27. febrúar með allmiklum jarð-
skjálftum, sem gengu yfir allan suðvesturliluta
landsins; þeir stóðu frá kl. 4 e. m., þangað til
kl. 5 næsta morgun, og voru næst eldstöðvunum
með litlu millibili, og víða svo ákafir að gömul
og óvönduð hús skekktust meira eða minna, en
ekkert tjón varð á fólki eða peningi; margir
liúðu hús sín, og létu út fénað meðan á þessu
stóð; mestir urðu jarðskjálftarnir á Landi, líang-
árvöllum, í Hreppum, Fljótshlíð og Vestmann-
eyjum, en ekki á öllum stöðum á sama tíma2).
|>ó litlar sögur fari af flestum jarðskjálftum á
íslandi, og þó frásagnir þær, sem til eru, séu mjög ófull-
komnar, þá má þó sjá, að jarðskjálftar eru eigi alstaðar
jafntíðir á landinu. Langflestir og sterkastir jarð-
skjálftar hafa orðið í Árness- og Rangárvaliasýslum á
Suðurlandi, og á Norðuriandi í pingeyjarsýslu, einkum
nálægt Húsavík. Af þessu sést, að jarðskjálftarnir eru
mjög bundnir við eldíjöllin, því í þessum hlutum lands-
ins eru eldfjöllin mest. Jarðskjálftarnir á Suðurlandi,
hafa flestir hreyfzt frá norðaustri til suðvesturs og fara
því eptir línum þeim, sem eldfjallagýgir og eldfja lla-
sprungur mynda í þessum landshluta. í þiugeyjarsýslu
ganga eldfjallaglufur og gýgjaraðir frá suðri til norðurs,
og sömu stefnu fylgja jarðskjálftarnir þar. J>egar Hekla
hefir gosið, hafa vanalega töiuverðir jarðskjálftar fylgt
gosunum, en sjaldan er þess getið við Ivötlugos, að
’) Norðanfari 14. ár 1875, bls. 12.
a) Tóraas Hallgrírasson : Um cldgosið við Heklu 27. febr. 1878.
Fréttir frá íslandi 1877. Rvík. 1878, bls. 43—50.