Andvari - 01.01.1882, Qupperneq 117
á íslandi.
113
að gizka lU liluti, hitt er úthey, eu bæði er það, sem
fyr er getið, mjög misjafnt að gæðum, og eptirtekjan
getur verið mjög misjöfn af tveimur jafnstórum blettum.
í sambandi við þetta verður að nefua garðyrkju á
íslandi. Á öllu landinu eru eigi meira en hjer um bil
300 dagsláttur notaðar til matjurtagarða og or það næsta
lítið, og ætti hiklaust að leggja meiri rækt við garðyrkj-
una en nú tíðkast. í görðunum vaxa helzt kartöflur,
bótfelskar róur, gulrætur og grænkál, hvítkál þrífst illa.
Matjurtir þessar koma að góðu haldi þegar efnin eru
lítil til að kaupa korn til matar, og auk þess eru mat-
jurtir þessar hollar fyrir heilsuna*). Á Norðurlandi vaxa
nálega eingöngu kartöílur, og spretta tíðum vel **), en
þó lít.ur svo út að kálropi og bótfelskar róur þoli betur
loptslagið. Við Mývatn, hjer um bil 1000 fet yfir
sjávarmál, hefur kálropi orðið 7 merkur að þyngd.
Á Suðurlandi, helzt í Reykjavík, vaxa ribsrunnar
og stikkilsber í görðum, og þroskast furðanlega.
Mest ber á fákunnáttu manna við jarðræktina þegar
til garðyrkjunnar kemur, það er eigi við því að búast,
að menn sjái hvað það er haganlegt að breyta tii og láta
ekki hið sama vaxa í garðinum ár frá ári, en hitt er
meira, að sumstaðar telja menn óþarfa að bera áburð í
garðana, og furða sig á því, að eptirtekjan skuli minnka
við það. J>að er veðurlaginu að kenna segja menn, og
spyrja búfræðinginn hvers vegna garðurinn sje hættur
að spretta, það hafi þó heppnast vel með hann fyrsta árið.
Á íslandi eru víða laugar og hverir og er jarðvegur-
inn heitari þar umhverfis, en annarsstaðar, enda má þar
fá hina beztu sáðgarða. ]pó að hætt sje að sá í kar-
*) Schleisner: Island fra et lægevidenskabeligt Synspunkt,
Pag. 142.
**) 50 — 60 tunnur af dagsláttunni.
Andvari. VIII.
8