Andvari - 01.01.1882, Side 120
116
Ura landbúnað
land allt fyr en á átjándu öld. En þess ber að gæta
að gjöld til hins opinbera fara að nokkru leyti eptir
fjárframtalinu, og má því eigi sem bczt treysta skýrslunum,
en fara má þó nærri um fjöldann. Mönnum telst svotil:
Árið 1703 voru á öllu landinu 280,000 fjár
— 1760 - — 357,000 —
— 1783 — — 236,000 —
— 1784 - - 49,000 -
— 1800' — — 307,000 — *)
— 1870 voru hjer um bil 500,000 — **).
Um niiðbik 18du aldar voru 10 enskir hrútar íluttir
til landsins til kynbóta, tilraunin þótti heppnast vel og
1760 voru spán3kir hrútar fluttir til landsins í sama
skyni, en með þeim kom og fjárkláðinn, og geklc það
faraldur í 20 ár samfleytt, þar til er mönnum tókst að
skera fyrir kláðann. 1856 harst fjárkláðinn í anuað sinn
til landsins með enskum hrútum, og gengu 20 ár til
þess að útrýma honum og tókst það fyrst 1876, og var
það í annað skipti, sem hann hafði staðið yfir í 20 ár***).
Fjárldáðinn hefur bakað landinu mörg hundruð þús-
und króna skaða, og mætti því ætla að íslendingar ljetu
sjer það að kenningu verða og færu gætilegar í að flytja
*) Skýrsluv um landshagi á íslandi 1861.
**) Snorri Jónsson: «Tidsskrift for Veterinærvidenskab 1879,
Side 153«: þegar vel lætur í ári eru hjer ura bil 500,000
fjár á fóðrum um vetrartíraann, og á sumrum 700,000 að
lömbunura með töldum.
***) í síðara skiptið var fjárkláðanmn útrýmt eigi einungis með
niðurskurði, heldur einnig með böðunum og vörðura. þessi
afdrif eru að raiklu leyti að þakka dugnaði og ósjerplægni
Jóns ritara Jónssonar. Síðustu 12 árin var kláðinn að
eins á suðvesturhluta landsins, og tókst mönnum að verja
hina hluta landsins þau árin.