Andvari - 01.01.1882, Side 121
á Islandi.
117
til landsins útlendar sauðkindur, og það stæði nærri
Alþingi að semja lög um það efni, til þess að sem bezt
gát yrði haft á innflutningi lifandi fjár, en eigi hefur
enn þá orðið neitt úr því.
Til eru menn, er ætla að bæta megi íslenzka fjár-
kynið með útlendum fjárkynjum, en þetta er efalaust
bugarburður og veldur það þeirri skoðun að menn þekkja
eigi til þess, hve mjög sauðskepnan er háð náttúrunni,
landsiagi og veðurlagi, þetta kemur einkar Ijóslega fram
hjá íslenzka fjárkyninu. þ>að þarf eigi nemaað bóndi
flytji búferlum með fje sitt í annan íjórðung til þess
að fjárkynið breytist innan skamms tíma.
Vjer höfum enga ástæðu til þess að lasta fjárkyn
vort, það or betra en hjá grönnum vorum, Norðmönnum
og Færeyingum, og meira a8 segja er fjárkynið íslenzka
betra en svarthöfðakynið skozka*). Fallið af þrevetrum
eða fjögra vetra gömlum sauð er vanalega 50—60 ®,
en mörinn er 12—15 ®; það ber og við að sauður er
8 fjórðungar á fall á blóðvelli og mörinn hált'ur þriðji
fjórðungur. Ullin er 3—4 ® þegar hún er þvegin.
Fjárkynið er næsta misjafnt, gott í sumum sveitum
en lakara í öðrum, það gotur meira að segja verið ólíkt
á bæjum í sömu sveitinni, og veldur því meðferðin og
haglendið með öðru fleira. Um allt land eru ærnar
mjólkaðar tvisvar á dag frá byrjun júlímanaðar fram í
miðjan september, og sjeu ærnar í góðu standi, þá telja
menn svo til a8 hver ásauður mjólki 1—3 pund á dag
fpund mjólkur er að kalla mörk).
Af þessu leiðir að lömbin eru tekin undan ánum,
*) Á Norðurlöndum er fjöldi sauðpeninge á móts við mann-
fjöldann á þá leið:
I Danmörku og Noregi eiga 1000 menn að jöfnuði 1000 fjár.
í Svíþjóö................................... 340 —
Á íslandi................................ 7 — 8000 —