Andvari - 01.01.1882, Page 124
120
Um landbúnað
þjóðin að taka að sjer, og á íslandi þykir það fremur
lítilfjörlegt fyrir karhnann að gefa sig að slíku.
Fyr meir var nokkuð af smjöri flutt út úr landinu,
og er nú heil öld síðan, og síðustu 10—20 ár hefur
smjör verið flutt til landsins frá Danmörku, og sýnir það
eitt með öðru, hvernig nautpeningsræktinni hefur farið
aptur.
Árið 1624 fluttust utan 636 tunnur*)
— 1634 —
— 1734 -
— 1753 —
— 1772 -
— 334 —
— 47 -
— 27 -
— 12 —
En upp frá þeim tíma hefur smjör ekki verið flutt til
útlanda **).
Mjólkin er vanalega höfð í ferstrendum, grunnum
trogum, og eru 3- 4 pottar í hverju fyrir sig. Kúa-
mjólkin er látin standa24—36 klukkustundir og sauða-
mjólkin 36—48 stundir. Menn þekkja eigi til þess að
láta mjólkurílátin standa í köldu vatni — mjólkur-
kæling — og ís er ekki notaður, og súrnar því mjólkin
opt of fljótt. Segelcke prófessor hefur rannsakað kúa-
smjör og sauðasmjör frá íslandi, og var að eins sá
munurinn á dönsku smjöri og íslenzku sauðasmjöri að
hið síðarnefnda er dálitlu fitumeira; það þránar og súrn-
ar líka öllu fremur en kúasmjör og er hvítara á litinn;
en sje vel með það farið og á meðan það er nýtt, er
það svipað kúasmjöri á bragðið. 28—30 pund (merkur)
af kúamjólk þurfa í smjörpundið, en ekki nema20—22
pund af sauðamjólk, þessu getur þó mismunað, því að
*) Lítil varningsbók bls. 17 — 18.
'**) Nú er smjör flutt til landsins frá Danmörku, og nemur
það árlega að jafnaði 50 tunnum, hefur það verið minnst
10 og mest 100 tunnur, 10 undan farin ár.