Andvari - 01.01.1882, Page 126
122
Ura landbúnad
Tafla þessi sýnir, að hestafjöldinn er ekki svo lítill. I
Danmörku eru 200 hestar á móts við hverja þúsund manna,
en 400 á íslandi (í Noregi 88, í Svíþjóð 97) og hefur
hestum þó fækkað töluvert undanfarin ár, síðan skozkir
hestakaupmenn hafa tekið að kaupa hesta hundruðum
saman, en um leið hefur verðið stigið stórum. Hesla-
kaupmennirnir gefa 36—60 krónur fyrir hestinn og selja
á 220—270 krónur á Skotlandi, og stundum er borgað
hálfu meira fyrir reiðhestsefni.
Islendingar geta seit hesta sína ódýrt og er orsökin
til þess sú, að litlu er til þeirra kostað. Hestarnir verða
sjálfir að sjá fyrir sjer að mestu bæði vetur og sumar.
Prestur nokkur í Skagafirði átti fyrir fáeinum árum
síðan hálft annað hundrað hesta, sem aldrei komu inn
fyrir húsdyr. Sama hestakyn er um allt land, enda á
hið sama sjer stað um nautpening og sauðfje á Islandi.
Vjer höfum þó áður getið þess, að sauðfje getur verið
nokkuð misjafnt og er eins um hestana; landslag og
annað fleira gjörir þá dálítið ólíka. í Skagafirði eru
sagðir góðir reiðhestar, en í Skaptafellssýslu ágætir vatna-
hestar, og er það eigi lítill kostur þar sem óvíðast verður
komizt yfir ár á brúm.
£að ætti sjálfsagt að greina að áburðarhesta og
reiðhesta og láta þá ekki ná að timgast saman, enda má
tíðum glögglega sjá muninn á þessum tveimur tegundum.
íslenzku hestarnir eru, sem kunnugt er, smáir vexti,
lijer um bil 50—54 þumlungar á hæð, eru vanalega
nokkuð loðnir og fremur óálitlegir, en hitt er sjálfsagt
miður kunnugt, að þeir eru þolmeiri og þurftarminui,
en velflest önnur hestakyn. íslenzku hestarnir hafa þá
ko3ti, er mest þarf við á íslandi og er það náttúrunni
að þakka en eigi mönnunum, því að lítið sem ekkert
er gjört til kynbóta. Jeg efast um að það gæti orðið
til nokkurra framfara að flytja útlenda hesta til lands-
ins og láta innlenda kynið blandast.