Andvari - 01.01.1882, Page 127
á I-slandi.
123
íslenzku kestarnir verða trauðlega oíiofaðir, þeir
geta lialdið á manni 2 — 3 þingmannaleiðir á dag með
dálitlum livíldum og í kaupstaðarferðum geta þeir borið
10—12 fjórðunga (fjórðungur = 10 ‘B) klyfjar vikun-
um saman, þeir þurfa ekki mikið til þess að fá fyili
sína og ganga opt í vondum högum og á fjörum, og
bæði eru þeir þægir og traustir og kemur það sjer vel
í ánum, sem opt eru straumharðar og iilar yflrferðar.
Hestakyni voru veiður því varla breytt til bóta. Stór-
vaxnari hestar geta heidur ekki kornið að neinu haldi
fyr en akvegir eru iagðir um landið, en við því er trauð-
lega að búast þessa öld eða liina uæslu, enda er það
efasamt, að nokkru sinni verði klaðnar akbrautir um
endilangt ísland.
Næstliðin ár hafa menn keypt gæðinga á 3—500
krónur, og cr það þrefalt og fjórfalt meira, en áður
gjörðist.
Af fornsögum vorum má sjá, að í fyrndinni voru
fieiri alidýr á ísiandi, en nú tíðkast, til dæmis svín,
geitur og alifuglar, bæjarnöfn og yms örnefni bera þetta
með sjer. Nú er vandleiíað að svínum á íslandi og ef
til vill ekkert einasta á öllu landinu, hænsni eru sum-
staðar á bæjum, og fáeinar geitur tóra enn þá.
J>að er fróðlegt og eptirtektavert að sjá hvernig
fólksfjöldinn á umliðnum öldum hefur vaxið og minnkað
að sama skapi sem tömdu dýrin liafa fjölgað eða fækkað.
í annálum er opt getið um hallæri, en því hefur jafnan
verið samfara fellir á sauðfje og stórgripum, en allopt-
ast er því um að kenna, að bændur hafa sett óhyggilega
á og ekki aflað nægilegs vetrarforða; nú reyna menn í
góðum keyskaparárum að keyja svo mikið, að fyrna
megi, til þess að eigi þurfi að lóga peningnum, þótt
miður spretti næsta stimar, en þetta búskaparlag átti
sjer eigi stað fyr á tíðum, en af því leiddi, að kæmi
óvenjulega harður vetur, þá urðu menn heylausir, og