Andvari - 01.01.1882, Page 133
á íslandi.
129
tvennt fyrir augum: 1) að fá vitneskju um hvaða jarða-
bætur og framkvæmdir geta borgað sig á íslandi, og
hver aðferð sje hentugust o. s. frv., 2) að kenna bænda-
efnum jarðrækt og kvikfjárrækt betur en þeir eiga ann-
ars kost á að nema, án þess þeir þó þurfi að verja
ærnu fje til utanferða, er tíðum koma að iitlum notum.
fessu má sjálfsagt koma til ieiðar, ef fyrirkomulagið
við skólann er skynsamlegt og hin verklega kennsla er
látin sitja í fyrirrúmi, eins og á Steini í Noregi, því
þótt bókleg kennsla sje þörf, verður hitt þó höfuðatriðið
að lærisveinar venjist við skipulega vinnu dag hvern og
kunni til allra verka, hvort heldur það er við heyskap,
eða meðferð á skepnum, eða þá[garðarækt. J>að er hin
rjetta undirstaða búfræðinnar.
f>að er því næsta óheppilegt að helztu þingskörung-
arnir eru annars liugar. Jpeir vilja koma á fót mörgum
skólum, en smám, en þeir geta naumast komið að veru-
legu haldi, þar sem bæði mundi vanta fjeð og kennara
við svo marga skóla. Mönnum hugkvæmist eigi að láta
víti Norðmanna verða sjer aðvarnaði; þeir komu mörgum
búnaðarskólum á legg, en fiestir þeirra urðu von bráðar
gagnslausir. Jeg er þess vegna hræddur um, að hið
sama hendi oss sem Norðmenn og að vjer verðum fyrir
sömu óhöppum og fjártjóni sem þeir. Reynslan mundi
þá færa oss heim sanninn, en sú reynsla væri ærið
dýrkeypt.
Jeg hef samið þessa ritgjörð í fyrstu eptir áskorun
Jóns Sigurðssonar veturinn 1874—75, er jeg í fyrsta skipti
dvaldi hjer í Danmörku. Jón Sigurðsson kvað það nauðsyn-
legt, að búnaðarfjelag Dana, sem einatt hefir styrkt oss að
ymsu leyti með verkfærum og þess konar, fengi að vita hið
sanna um þetta málefni, og skyldi jeg þess vegna lýsa ástand-
inu í þessu tilliti alveg eins og það væri. Jeg samdi þá ritgjörð
Andvari. VIII.
9