Andvari - 01.01.1882, Qupperneq 136
132
Ura lánstraust
greiða og ódýra og leggja engin heimskuleg höft á
samníngsfrelsi manna um fjárlán og fjárleigu.
Lánaþáttrinn er einn af þáttum félagsfræðinnar.
Auðfræðin kennir þér, lesari gdðr, hvað sé fé og hvað
sé vinna og hversu nauðsynleg sé samvinna fjár og
mannshandarinnar, svo og í hverju fólgin sé verzlun og
viðskifti manna. Hún sýnir þér lögmál fjárleigunnar,
hvað einkum létti og auki viðskiftin, hverr sé starfi
penínga og að enn fleira en þeir sé haft að almennum
gjaldeyri, og hún bendir þér til hverir mannkostir efli
og hverjar ódygSir rýri lánstraustið. Féiagsfræðin tekr
við af auðfræðinni og byggir ofaná grundvöll bennar.
Félagsfræðin snýr sér að mannfélagi því er hún á tal
við, hér að íslendingum, og er sem hún mæli svo
feldum orðum:
Landsmenn mínir, þér hafið eflaust oftlega heyrt
um það talað og lesið það iðulega í blöðunum, einkum
eftir hina geðstirðu illhryssínga, að margir af yðr væri
eyðslusamir af litlum efnum, en aðrir þeir er meira
ætti lægi á maurum sínum sem ormr á gulli, og kæmi
eigi til hugar að lána öðrum penínga, heldr léti þeir
þá liggja á kistubotninum, þar til þeir kynnu að kaupa
fyrir þá einhvern jarðarskrokkinn. En bændr væri fram-
taksdaufir og næsta duglausir til framfara, þeim væri
tamt að hafa hendrnar í vösunum og að halla sér útaf;
atvinnuvegirnir stæði í stað eðr færi aftr á bak, en
skuldirnar í kaupstöðunum yxi fram úr hófi, svo alt
myndi lenda bráðum í örbirgð og vesaldóm, ef eigi
í hungrdauða og landauðn. Illhryssíngum þessum er
líkt háttað sem lækni þeim, er segði við sjúklíng sinn:
mikil ósköp eru að sjá þig, maðr, þú ert skelfilega veikr,
dauðinn er hreint kominn fram í andlitið á þér, þú
ert frá. Lítið gagn er að slíkum læknisráðum, en eigi
er meiri félagsbót í hrakspánum. Nú er það hlutverk
félagsfræðinnar að ransaka og athuga þjóðhagi þessa,