Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 138
134
TJm lánstraust
og viðreisn landsins að lán verði sem auðfengnust, það
er með öðrum orðum, að lánstraustið verði sem mest?
Sjálfsagt, þar á er enginn efi, segja fyrst og fremst allir
lánþurfamenn í landinu. Mjög svo hið sama segja og
margir þeir menn er verið hafa erlendis, og séð hversu
lánstraustið þar beinir öllum viðskiftum og verzlun
manna á ferð og flug, einkum hafi þeir kynzt mönnum
þeim er þekkja til hinna margbreyttu lánfæra í öðrum
löndum. En aftr eru aðrir menn gætnari og hófsamari
í orðum sínum og segja: <■ jþað skil eg eigi, því lán er
þó eigi annað en fjárfærsla, svo sem, Árni ljær Bjarna
1000 kr., eg sé að krónurnar fara frá Árna til Bjarna,
en hitt sé eg eigi að þær fjölgi við það að færast svona
um flet». Lán er fjárfærsla, það er satt, svo og hitt að
þær fjölga eigi á ferðinni frá Arna til Bjarna; en eigi
eru það sætaskifti eðr staðbreytíng krónanna er vér
eigum að festa augun á, heldr eigum vér öllu fremr að
líta á afleiðíngar sætaskiftanna. Auðsællega skoðað, er
alt undir því komið, hvort krónurnar vinna meira eðr
minna gagn hjá Bjarna eðr Árna. Ef fleiri krónur
drjúpa af vörzlu eðr vinnu þessara 1000 króna í höndum
Bjarna, en ef þær hefði setið kyrrar í vasa Árna, þá
eru sætaskifti þeirra sannarlega tilefni til fjölgunar. Að
hjálpa manni um hey í heyleysi og mat í matskorti,
að flytja nauðsynjar manns heim til hans, það er sem at-
höfn eingöngu staðbreytíng; en nytsemin getr verið
óreiknandi að afleiðíngunum til. Dragðu feitan fisk úr
sjó, hákarl úr liafl, eðr kiptu manni inn, er dottið hafði
fyrir borð og lá við köfnun . . . allir þessir atburðir eru
eintómar staðbreytíngar, en afleiðíngar atburða þessara
eru næsta heilladrjúgar og þýðíngarmiklar. J>að eitt
hlýt eg að segja þjer, lesari góðr, áðr en eg fer lengra
fram í lánstraustið, að vilir þú bera auðfræðislegt skyn
á hlutina, verkin og atburðina, þá verðrðu að skoða
hlutina, verkin, atburðina eingöngu sem nytsemdir, þú