Andvari - 01.01.1882, Page 139
og lánfæri.
135
verðr að líta á eina saman nytsemina í hlutunum,
verkunum og atburðunum, en sleppa öllu öðru*); en
nytsemdin er æfinliga þarfabót, nægíng einhverrar
þarfar hjá sjálfum þér eðr öðrum. Ef þú lítr eigi svona
á málið, muntu aldrei geta fengið rjetta þekkíng á mý-
mörgum hlutum í daglegu lífi. Eðr má eg spyrja þig:
hvað er ijárinn í orfi sláttumannsins, öngujlinn á færi
eðr lóð fiskimannsins, hrífan í hendi rakstrarkonunnar,
árin í höndum ræðarans, bókin á borði fræðimannsins?
Sannarlega eigi eintómt járn, tré eðr pappír, heldr ein-
mitt nytsemdir þær er hlutir þessir vinna starfendunum
sjálfum og öðrum. Sama er með lánin, með flestöll
viðskifti manna og verzlun þeirra.
Nú vil eg taka sama dæmið sem áðr, til að sýna
gagnsemi lánstraustsins og í hverju það er fólgið. Árni
lánar Bjarna 1000 kr. En svo stóð nú á að Árni átti
þessar 1000 kr. fyrirliggjandi, hann hafði dregið þær
saman í búskap sínum, en var nú farinn að hafa lítið
um sig. Bjarni var góðr jarðyrkjumaðr, bjó á hentugri
jörð til jarðabóta, en vantaði fé til þeirra, því eigi vildi
hann né mátti skerða bústofn sinn. Bjarni tekr við fénu,
skuldbindr sig til að greiða 5 hundruðustu í vöxtu meðan
lánið stendr, fær sér verkamenn og vinnr jarðabótina,
og þá er hann var búinn, gat hann talið sér vísan ágóða
af jarðabótinni 5 af 100 upp og ofan alla tíð, auk vaxta
af láninu og viðhaldskostnaðar af jarðabótinni. f>etta
er eigi mikið í lagt, og munu margar jarðabætr rétt-
valdar og réttunnar vera enn arðsamari en þessi. En
hvað hefir nú lán þetta gert að verkum? Fyrst það,
að Árni fær 50 kr. ár hvert í tekjur, er hann eigi hafði
áðr, rneðan krónurnar lágu iðjulausar hjá honum, það
eru vextirnir af láninu. Annað hitt að Bjarni hefir og
jafnmiklar árstekjur sem Árni kostnaðarlaust af jarð-
*) Sjá Auðfr. 114.—115. bls. og víðar.