Andvari - 01.01.1882, Síða 142
138
Um lánstraust
eigi að eins kennir oss, heldr jafnvel neyðir oss til að
vera skilsama og skuldvísa, og skal eg nú benda
til hvernig því er háttað. Oss er kunnugt, að þótt
lánstraustið sé jafnan traust á ráðvendni og áreiðileik
manna, þá er það og öðrum þræði bygt á öðrum trygg-
íngum, og því er lánað annaðhvort gegti fasteignarveði
eðr handveði. þ>ó geta veðlán þessi aldrei verið víðtæk
né tíð, heldr eru fiest lán veitt af því trausti lánsalans
á lánþegjanum, að hann hafi bæði góðan vilja og líka
ráð á að endrgjalda lánið skilvíslega. Lánsalinn heimtar
því bara skuldbindíng af lánþegjanum, er vanalega er
víxill, annaðhvort slílaðr á sjálfan hann eðr annan mann.
Öllum víxillögum fylgir nú skuldhelgi hin mesta og
skuldadómar hinir greiðustu og ódýrustu, og hefir því
lögskipun sú auk eiginhagsins vanið menn á nákvæma
skilvísi; en nákvæm skilvísi er það að greiða jafnan
skuld sína í eindaga réttan. Vér hljótum að játa, að
ónákvæmni í skuldalokníngum er einn af þjóðgöllum
vorurn. Vér gjöldum skuldir vorar á endanum engu
síðr en aðrir menn, svo sem viðskiftabækr kaupmanna
votta, að gjörsamlega tapaðar skuldir munu engan veg-
inn vera hér meiri, nema minni sé, en hjá smásölum
eriendis, er lána jafnmikið sem kaupmenn hér. Enginn
getr heldr með sanni sagt, að vér séim óráðvandari í
hugsunarhætti vorum en þessir hinir stundvísu skila-
menn erlendis, þótt vér stöndum þeim iangt á baki í
nákvæmni eðr stundvísi skilseminnar. Stundvís eðr
hnitmiðuð skilsemi er félagsdygð, og getr því eigi vel
þriíizt nema þar er hún heíir nægan jarðveg og góðan, en
það er með öðrum orðum mörg og tíð viðskifti, gjörhugula
eftirgangsemi, skaðahætr, vansæmd og tjón fyrir sérhvern
undandrátt, o. s. frv. Skuldbindíngar ailar samfara
þekkíng manna á skuldalögum er nú einmitt ágætr
skólakennari þessarar félagsdygðar, því hann kennir og
innrætir mönnum þau sannindi, að hnitmiðuð skilvísi