Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 151
og lánfæri.
147
birgja aðra smærri kaupmenn með lánum. Ef púkk-
mennirnir teldu vexti af skuldeign sinni og skuldum
(credit og debet) frá bverjum spiladegi, þá befði þeir
á sér stórkaupmanna snið og lánbúðabrag. Annað
vantar spilamennina eigi í þessari grein.
En púkkmennirnir spiluðu og með kvörnum, það
er, spilapeníngum. jpessi aðferð er og alvani verzlunar-
manna, lánenda og lánsjóða. J>ér þekkið, að láni maðr
penínga hjá öðrum manni, gefr skuldunautr vanalega
lánsala sínum skuldbróf, það er skjal það, er bann með
því viðrkennir uppbæð skuidar sinnar, og lofar að greiða
bana annaðbvort í ákveðinn eindaga, eðr á tilteknum
fresti eftir uppsögn, eðr jafnskjótt sem skuldar er kraf-
izt, eðr og að skuldabréfin eru ókræf (uopsigelig), þ. e.
eindagalaus og uppsagnarlaus. I almennum skulda-
bréfum eru vextir tilteknir og gjalddagi þeirra. Eigin-
leg skuldabréf eru og oftar veðbréf en hitt. Til eru og
iðgjaldabréf, það eru skuldabréf þau, er jafnan er greiddur
nokkur bluti innstæðunnar ásamt vöxtunum, þar til
skuld er lokið. Skuldabréf í yfirgripsmiklum skilníngi
eðr gjaldbréf eru margvísleg, því að í raun réttri er
alt það skuldabréf eðr gjaldbréf, er skuldbindíng til
fjárreiðu er í fólgin, eðr brófið er gjaldgengt eðr veð-
liæft. Merkastir og algengastir eru víxlar af öllum
gjaldbréfum. En bvað þýða nú öll þessi gjaldbréf á
viðskipta túngu eðr á verzlanmáli? Alveg bið sama
sem kvarnir í púkki, góðar og gildar, rýrar og ónýtar
kvarnir. Gjaldbréf þessi ganga í viðskiftum manna
milli sem peníngar alla þá stund, er skuldunautr
gjaldbréfsins befir lánstraust bjá þeim er bréfið er til
kaups boðið. Bréfin eru bréf í sjálfu sór, og lands-
lögin gefa þeim í rauninni lítið gildi, bversu góð sem
lögin svo vera kunna. Lánstraustið eitt gefr þeim gildi
og almenn hagsýni á eignu gagni og annara. En það er
og eigi smáræðisgagn er öll þessi gjaldbréf vinna, er
10*