Andvari - 01.01.1882, Side 153
og lánfæri.
149
En engu að síður er munr á seðlum og öðrum
gjaldbréfum. I raun réttri geta menn að vísu sagt,
að öll gjaldbréf sé ilytjanleg eðr fœrileg. En færilegt
(transportabile1) heitir gjaldbréf, ef eigandi þess getr
selt það eðr skeytt öðrum manni til eignar, án leyfis
skuldamanns. Yeðskuldabréf eru þó eigi vanalega færð, að
minsta kosti er það eigi gjört á veðlánastofum (hypo-
thekbanker, veðlánabankar). En nú kann einhverr að
spyrja, er þá veðbréf, það er stutt er á nægu veði, að-
eins fortjáandi fjár? Já, svo er það. Veðið getr
verið alveg fótrinn undir lánstraustinu, svo traustið
styðist eingöngu á því en als ekki á vilja né öðrum
efnum veðleggjandans. Ef lánsalinn hefir eigi fult
traust á lánþegja, og það getr hann naumast haft ef
langt er á milli þeirra, og kynni lítil að því skapi,
enda hversu áreiðanlegr sem lánþegi vera kann, þá
hlýtr lánsalinn að byggja traust sitt eingöngn á veði
eðr ábyrgðarmönnum (veðmönnum). En veðbréfshaíi
getr gefið út annað skuldabréf jalnt eðr minna, stílað
á sjálfan sig, og lagt veðbréfið að veði. Veðlánastof-
urnar gefa jafuan út skuldabréf á sjálfar sig, og eru
við það eitt bundnar, að þau sé eigi verðhærri né lang-
ærri en veðskuldabréfin, þau er þær eiga og geyma. En
nú þótt gjaldbréf sé færileg eðr viðskiftileg, þá eru þau
samt lítill viðskiftaeyrir, heldr má lcalla þau kaupeyri
peníngamanna, er vilja ávaxta penínga sína. Gangverð
ríkisskuldbréfa og annara viðskiftilegra gjaldbréfa fer
því fyrst og framast eftir vaxtahæð þeirra og trausti
manna á þeim, og síðan eftir peníngamegni því, er
leitar sér ávaxtar á þenna hátt. Af öllum gjaldbréfum
‘) Aftr er skuldfærsla kölluð cessio eðr transport (á dönsku),
skuldfærir e. skuldari heitir ccdens, skuldfæríngr cessus og
skuldþegi (skuldnemi) cessionarius.