Andvari - 01.01.1882, Síða 154
150
Dm lánstraust
er víxillinn viðskiftilegastr, ef vér undantökum seðlana.
Seðillinn hefir einkum tvo kosti framyfir víxilinn. Hinn
fyrri kostrinn er sá, að seðillinn er eindagalaus; seðil-
hafinn ,getr ætíð fengið honum skift fyrir penínga í
bankanum, og hann getr látið það vera, rétt eins og
honum líkar. fótt nú eigi sé ákveðið í hinum nýu
víxillögum hve lengi víxill megi standa lengst, svo sem
áðr var gert, er samt lögskipað, sem og sjálfsagt er, að
tiltekinn sé einhverr eindagi. Eindagi er gjaldagi víxils,
sem kunnugt er, en gjalddaginn er og jafnframt dauð-
dagi hans. Meðan víxillinn lifir er hann gjaldeyrir sem
kvörnin; hann getr gengið margra á milli meðan hann
tórir, en svo kemr að hans banadægri, og þá er lokið
lífsstarfi hans. Hann er þá eigi lengr gjaldgengr, eigi
lengr fortjáandi penínga, eðr sem forgreiðsla þeirra.
Seðillinn er í samanburði við víxilinn sem dauðlegr, eðr
réttara sagt, víxillinn er æ skammlífr, en seðillinn getr
orðið fjarskalega langlífr. Hinn aðalkostrinn er sá, að
engin fyrirhöfn fylgir viðtöku, ábyrgð nó útlátum seðils,
en víxlinum fylgir hvorttveggja æfinlega. Kaupandi
seðilsins veit hvort sér muni ganga hann út sem pen-
íngar, og engin eftirmál hefir hann af því að láta hann
aftr af hendi. En víxilkaupandinn gætir vandiega fyrst
að hverir átt hafi víxilinn áðr, því hann á aðgang að
þeim öllum með víxilgjöldin í eindaga en engum öðrum.
Vili kaupandi eiga víxilinn til dauðadags hans, verðr
hann að athuga skuldaskifti sín við áskrifendr víxilsins1),
hvernig þau standa af sór, og síðan setja víxilinn á
víxlaskrá sína. En hugsi kaupandi sér að selja víxilinn
‘) Víxilmálið forna er í sjálfu sér svo einfalt, að réttast ætla
og hefði verið að snúa orðnnum eingöngu á islenzkn í
víxillögunum. Trassent er dragandi, trassatus dreginn,
trassere draga, trasseret dreginn. Víxill er og stundum
kallaðr Iratte (dráttr), eðr því um líkt.