Andvari - 01.01.1882, Qupperneq 156
152
Um lánstraust
tóku geymslukaup og tiltekið gjald fyrir liverja línu, er
rituð var fyrir þá í bankabókunum. Bankarnir lánuðu
engum, heldr ráku ávísun kaupmanns aftr, ef hún var
verðhærri en bann átti fó á fúlgu, on heimtuðu þó og
tóku ritkaup engu að síðr. Eigi að síðr stóð banka-
skipun þessi með litlum mismun í öllum löndum, þtr
er nokkurr banki var, þar til Vilbjálmr þriði lét setja
Lundúna-banka 1694, og ári síðar var settr Skotlaids-
banki í Edínaborg. J>á hófst ný bankaskipun, og þó
einkanlega með Skotlandsbanka, með því að þeir voru
hinir l'yrstu seðlabankar. í stofnskrá Lundúmbanka,
dags. 27. júlí 1694, var bankanum leyft að kaupa og
verzla með alskonar víxla og gjaldbréf kaupmsuna, gull
og silfr, svo slegið sem óslegið, að taka alskcnar vörur
að geymsluveði og lána fúlgumönnum út á þær, að
taka gegn lánum veð í jörðum öllum neina konúngs-
jörðum, og láta selja afrakstr veðjarðanna fyrir vöxtum
og lángreiðslum; ennfremr mátti og bankinn lána rík-
inu með leyfi þíngsins, er þá skyldi annast, vöxtu af
láninu. Svo var og bankanum leyft að senda út (gefa
út) seðla, greiðilega að vild handhafal), er þó eigi máttu
nema ineiru, fyrir þínglof fram, en stofnfé bankans,
1,200,000 pda sterl. En svo var ástatt að Vilhjálmr,
eðr róttara sagt, ríkissjóðrinn var búinn að taka alt
stofnféð að láni, svo bankinn hafði eigi annað fé í
höndum til lausnar seðlum sínum, en vöxtuna, er
voru 8 af 100, það eru 96,000 pd., og 4011 pd. að auk
í heimtukaup á ýmsum ríkistekjum. Bankanum gekk
með fyrsta mjög bágt, er eigi var að undra, þar hann
hafði ekki fé annað en þessi 100,000 pd. árlega. Nú
er sú skipun á um Lundúnabanka, að hann eigi í kjör-
málmi Vs gegn útiseðlum sínum. jpessa hefir þó bank-
>) þ. e. bankinn skyldi leysa hvern seðil með peníngum þá er
seðileigandinn kom með hann og æskti þess.