Andvari - 01.01.1882, Síða 157
og lánfæri.
153
inn eigi gætt að undanförnu nema endr og sinnum.
Hann hefir og haft þann óvana, að lána stjórninni mest-
alla penínga sína, fram til 1815, enda hafði bankinn á
þeim tíma stundum eigi Ve í kjörmálmi til lausnar
seðlum sínum og til greiðslu á geymslufé.
Skotlandsbanki er félagsbanki, og var stofnfé hans
einúngis 100,000 pda. Nú er það orðið hálf önnur
miljón síðan 1804, og er það næsta lítið fé í samanburði
við lánveltu hans. En hið sama er að segja um alla
aðra banka á Skotlandi. Einir þrír bankar (Skotlands-
banki, konúngsbankinn og lánfélagsbankinn) eru félags-
bankar, og því lögsamþyktir. Allir bankar aðrir bæði
á Skotlandi og Englandi eru hlutabankar. Skozku
bankarnir hafa þrifizt miklu betr en ensku bankarnir,
einkum ef til þess er litið hve landið er hart og var
mjög fátækt að fé og fleiru þá er bankar hinir fyrstu
voru stofnaðir. Viðgang og vöxt bankanna þakka menn
sjálfsagt vandaðri og hygginni stjórn þeirra, og þó
einkum þessum þrem nýúngum: 1. verðsmáum seðlum
eðr eins punds seðlum, 2. vaxtagreiðslu af fúlgum, og
3. lánreikníngum eðr dálkalánum (cash accounts).
þ>etta þrent hefir lengi verið einkenni skozku bankanna,
og Lundúnabanki hefir enu ekki þessara einkenna. J>ví
má og við bæta, að margir af stórbönkum Skota hafa
sett útibanka sína víða í stórbýum laudsins. þ>essar
þrjár nýúngar voru sniðnar eftir þörfum landsins, smá-
seðlarnir eftir fátækt þess, dálkalánin af því að kaup-
mannastéttin var á þeim dögum næsta smávaxin og
hafði lítil viðskipti innbyrðis eðr innanlands, svo bank-
arnir höfðu lítinn starfa af víxlakaupum. Dálkaláni
skozku bankanna var að því leyti hagað eins og víða
er lánsiðr, til dæmis við sparisjóðinn í Reykjavík, að
manni með tveim góðum og gildum borgunarmönnum
er veitt tiltekið lán gegn tilteknum vöxtum og það
ritað í bækr baukans, en skuldunautr skyldr að endr-