Andvari - 01.01.1882, Side 165
og lánlieri.
161
búsettr í landinu; hann verðr að eiga þar eitt aðalból
eðr íleiri, eðr hvar ætti annars lánbeiðendr oglánbjóðendr
að finna hinn almenna gangeyri að máli? Eðr hvar
ætti að fá seld fyrir penínga skuldabréf lánfélaga? Eigi
á nokkrum vísum stað í landinu. En aftr á móti, þá
er þjóðin er orðin fjölmenn og viðskiftin svo margföld,
spretta upp bæði aðrir bankar og ýmis konar lánsfélög
og lánsjóðir, svo sem utanum og í skjóli aðalbankans,
því einn aðalbanki getr þá eigi komizt yfir að selja og
kaupa nálægt því öll lán þau, er lífleg viðskifti kreija.
Dæmi Skotlands, Bandafylkjanna í Vestrheimi og dæmi
Englands að nokkru leyti geta bezt kent oss hvort réttara
muni fyrir oss, að byrja á seðlabanka eðr peníngalausu
lánsfélagi, er þar að auki verðr að fram draga lífið ein-
göngu á landsins og landsmanna kostnað. I einu orði
sagt, rcynsla og meðferð þeirra þjóða, er eigi hafa lagt
seðlagang í einkaleyfisfjötra, svo sem, til dæmis, Frakk-
land og Danmörk, ætti að vera kenslukonur vorar í
þessum greinum en enginn annarr.
Eg get því eigi ætlað annað lánfæri jafnhent oss
sem seðlabanka, er stofnaðr sé af hlutafé, hérum 100,000
kr., en megi þó byrja á störfum sínum, er 50,000 kr.
eru inn komnar. Bankinn hafi leyfi til að láta út seðla,
er sé greiöilegir (þ. e. sé endrkeyptir) að óskum hand-
haja. Aðsetr bankans sé Iíeykjavík.
En nú get eg búizt við að mörgum þyki seðlar vera
hinn mesti háskagripr, og þá reki svo minni til hinna
fyrri bankaseðla, að þeir vili alt annað heldr en seðla.
En ef þessir menn þekti bankasögu Dana frá 1736 til
1813, hlyti þeir að furða sig á því einu, hve lengi bank-
inn gat staðið, en eigi á hinu að hann hlaut að fara
á höfuðið, því fjárhagr ríkisins, er átti bankann frá því
1773, var alveg á höfðinu. Bankahrun Dana kemr því
máli þessu eigi við, heldr er einúngis á það að líta: 1.
hvað eru seðlar, 2. hvert gagn vinna þeir, og 3. hvernig
Andvari. VIII. 11