Andvari - 01.01.1882, Page 174
170
Uin lánstraust
ómetanlegs hagræðis, því þá fyrst getr hann þrifizt og
þá fyrst eigum vér menn til að stjórna honum. Að
ætlun minni er til meira í!s en góðs að vera að kreysta
upp stofnunum, er nálega enginn hefir vilja né vit á að
a-nnast né unna. En eg em sannfærðr um að vér fáum
fyrr eðr síðar skilníng á að seðlabanki er enginn galdr,
engin ófreskja, ekki kynstr. J>á hugsa eg mér að efnaðir
menn og auðugir landeigendr, svo sem 50 manns, gangi
í hlutafélag, hlutinn á 1000 kr., en hverr félagsmaðr
hafi rétt til að skrifa sig fyrir 2 hlufum eðr fleiri, ef
afgangs eru. Félagsmenn leggja nú fé fram í peníngum,
meira eðr minna, en hitt í nægilegu jarðaveði, er land-
sjóðr þá lánar þeim penínga út á, jafnskjótt er bankstjóri
segir til með nægum fyrirvara. Veðbréfin eru afhent
landsjóði og honum geymd; en hann getr áskilið sér að
eiga aðgang að bankanum með vaxtagreiðsluna, en þeir
vextir dragast frá tekjuhluta mannsins, er Iánið þáði hjá
landsjóði. Áðr en bankinn tekr til starfa, koma félags-
menn fram með statútur sínar er hljóða um nafn bank-
ans, heimili hans, skipun og stjórn bankafélagsins, skyldur
þess og réttindi. Löggjafarvaldið samþykkir þá með
lagaboði statúturnar, breyttar eðr óbreyttar. Eðr réttara,
löggjafarvaldið samþykkir st-ofnun bankafélagsins með
þeim aðalgreinum og skilyrðum, er það vill ákveða; en
félagið hefir að öðru leyti vald á að breyta ýmsu til í
samþyktum sínum, er lýtr að fyrirkomulagi og fram-
kvæmdumfélagsins, enraskareigiaðalgreinum ogskilyrðum
þeim er því eru sett í lögunum. En hver eigu nú lögskil-
yrði þessi að vera? Hver þurfa þau aðvera, efbankinn
hefir engin forréttindi? Eg ætlast eigi til að bankinn
hafi að lögum né hin minstu forréttindi, hvorki um
fjárstyrk úr landsjóði, né um seðiagjörð, fram yfir nokkurt
annað hlutafélag, er hafi síðar sömu efni og sama tilgang,
því síðr að seðlar hans sé að lögum skipaðir gjaldgengir
í landsgjöld. Alt annað má! er það, að landstjórnin