Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 175
og lánfæri.
171
auglýsi í blöðum, svo sem hverr annarr merkilegur við-
skiftamaðr, að hún taki seðlana sem gilda greiðslu í
landstekjur. J>að eru eigi forréttindi, heldr má heita
svo eðlilegt sem sjálfsagt, að seðlar bankans sé teknir
gildir rétt við heimili hans, því þá er æfinlega hægrinn
hjá að skifta þeim, ef þess þykir þurfa. Eg álít, eftir
mínu litla viti og þekkíng, að enginn hlutr sé bankanum
fremr til fals en slílc forréttindabönd, er ýmist torvelda
starfsemi bankans eðr og ginna lmnn til að senda út
og almenning til að taka seðla hans framar en göðu
hófi gegnir. Bankinn á eingöngu með stjórnsemi sinni,
með gætui sinni og hygni, svo og með gæðum þeim og
gagni, er viðskiftamenn hans sjá að hann veitir þeiin,
að ávinna sér traust landsmanna, rétt eins og hverr
annarr kaupmaðr, eins og hann sannarlega er. Eg hata
og fyrirlít öll slík forréttiudi, höft og hnappheldur2),
eigi svo fyrir þá sök að slíkt er kallað ófrelsi, sem fyrir
hitt, að alt slíkt er skaðvænlegt brot gegn eðlislögmáli
mannfélagsins, enda er ekki ófrelsi nema óréttr sé eðr
fylgi. Á þenna hátt verðr alt, einfalt.
Hverjar reglur eigu þá lögin að setja seðlabank-
anum? Einmitt þær hinar sömu reglur, sem landslögin
setja sérliverjum kaupmanni, en það er að hann lialdi
nákvæmlega og vel alla sína samníuga, við hvern sem
er um að eiga, og af því banki hlýtr með tímanum að
verða þýðíngarmeiri fyrir hagsmuni og velferð lands-
manna en nokkurr kaupmaðr eðr kaupmannafélag annað,
þá er landstjórninni skylt að hafa enn árvakrara eftirlit
með bankanum en hverjum einum kaupmanni. En
þar af leiðir engan veginn, að landstjórnin eðr laudslögin
eigi eðr megi fyrir segja nokkrar bindandi reglur um
Torvelda: torveldr = gelda: geldr, sbr. og elda (eftir), elta, elt.
a) Eg skil svo seni orð þetta komi af lmappr og halda —
lialda í linapp.