Andvari - 01.01.1882, Síða 178
174
Um lánstraust
landsjóði eðr öðrum, ef hann á sjálfr nóg til af þeim
frá lánþegjum sínum. f>etta gjöra allir sveitabankar
(landmandsbanker), er eg svo kalla, og þetta mun og banki
hér gjöra, því fullyrða má, að störf hans líkjast störfum
þeirra í því, að hann lánar mest gegn veðskuldabréfum.
Tilgangr minn með línum þessum er einkum sá
að gjöra lendum mínum kunnara eðli lánstraustsins og
seðlanna en þeim mun fiestum nú vera, og vekja máls
á gagnsemi banka. En hitt finst mér eigi ómaksins
vert að fara lengra en eg gjört hefi út t skipun banka,
meðan óvíst er hvert landsmenn heldr stofna lánsfélag,
líkt því er fram kom á síðasta þíngi, eðr þá seðlabanka
að dæmum allra annara þjóða, er þjóðir vilja vera.
fetta segi eg fyrir því að reynsla síðasta alþíngis hefir
kent mér, að of mörgum neðrideildarmönnum er enn
svo rótgróin selstöðuhugsunin, eðr réttara sagt, selstæð-
íngskapr vor frá Danmörku, að til þess leiddust »jafnvel
útvaldir», að fella eigi aðeins bankafumvarpið, er vel
mátti vera, heldr og að samþykkja frumvarp landshöfð-
íngja um lánsfélag, það frumvarp, er á þjóðernissvipinn
og á allan vöxt og atgjörfi til þjóðnýtra framkvæmda
hér á landi sór sig alveg í ættina, að eiga kotúngfélag
Dana að föður, landshöfðíngja að stjúpföður og Thomsen
á Bessastöðum að guðföður.
Að síðustu skal eg taka fram nokkur atriði úr
lánsfélagsfrumvarpinu, til samanburðar við það, er áður
er sagt um seðlabanka, einkum til að sýna hvort seðla-
banki eða lánsfélög muni vinna landinu meira gagn og
ljá fé með betri kjörum.
1. Hlutamenn eðr stofnendr Jánsfélags eru skuldu-
nautar félagsins, svo sá hefir mest atkvæði um stjórn
þess er mest skuldar. Hlutamenn seðilbankans eru
eigendr innstæðunnar eðr stofnfjár hans. Hvorir þeirra
ætli sé líklegri til traustrar ábyrgðar?^