Andvari - 01.01.1882, Blaðsíða 180
176
Um lánstraust
4. Auk allra gjalda þessara skyldi og landsjóðr ábyrgj-
ast alla vaxtagreiðslu af skuldabréfum félagsins; svo og
leggja jarðir sínar að veði fyrir láni sínu hjá félaginu;
en veð það náði upp að 1 miljón kr., með því lánnautar
allir eru samábyrgir.
5. Lánþegjar fá eingöngu skuldabréf félagsins að
láni út á veðskuldabréf sín, en eigi almennan gjaldeyri.
Eigi máttu skuldabréf minni vera en 50 kr., líklega til
þess að þau yrði sem kandhægust fyrir lánþegja.
6. Landsmenn verða eftir framvarpinu að greiða
Vs af 100 í tilkostnað, auk vaxta og iðgjalda, og enn
V2 af 100 hærri vöxtu, eítir tillögu nefndarinnar.
7. Eáðgjafinn átti að kjósa meira hluta félagstjóra.
Statútum félagsins varð eigi breytt utan samþykkis ráð-
gjafa. En frumvarp til statúta félagsins var með öilu
ósýniligt.
8. Lánsfélagið átti að vinna landstjórninni þann
hægðarauka, að taka að sér þá er lán hafa þegið úr land-
sjóði gegn kræfum veðskuldabréfum, og átti því
óðara að krefja þá lánsins eðr vísa þeim í lánsfélagið,
(sjá ath. við 3. gr. frumv.)
Ætla má nú að kostnaðr við banka verði engu
meiri en við lánsfélagið, því eins og til hagar er og
verðr lengi vel lítið sem ekkí um víxla að tala. Iíaup-
menn munu því lítið sækja til bankans, en þó hafa
þeir þann hag af honum, að þeir þurfa að flytja miklu
minna af peníngum til Jandsins en áðr. Stjórn bankans
þarf engan veginn að verða svo skrautbúin og stórskorin
að vexti sem stjórn lánsfélagsins, er á að kneigja sig
svo oft fyrir landshöfðíngja og sækja til ráðgjafa sam-
þykki hans á hinni minstu breytíng í statútum sínum.
Áætlun um kostnaðinn til félagstjórnarinnar mun hafa
verið þessi': laun oddvita 1000 kr., framkvæmdarstjóra 2000
kr. oghins þriðja félagstjóra 1500 kr., en til endrskoðenda