Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 57
DÓRA S. BJARNASON
barna sé best mætt á almennum deildum leikskóla hækkað úr 16% af mannaflanum
upp í 32%. Þetta vitnar um það að viðhorf eru að breytast, en þó hvergi nærri í takt
við breytingar á skipulagi Dagvistar síðastliðinn áratug né í samræmi við
breytingar á lögum og reglum (sbr. Lög um leikskóla nr. 48/1991, Lög um leikskóla nr.
78/1994 og Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992).
Mat á möguleikum eigin vinnustaðar
Að síðustu er forvitnilegt að vita hvort starfsfólk Dagvistar var ánægt eða óánægt
með það hvernig leikskólinn, sem það starfaði sjálft á, var undir það búinn að sinna
sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna og hvort þessi tilfinning starfs-
fólks hefur breyst. Þetta var kannað með sjöttu spurningu.
Ánægja starfsfólks að þessu leyti hefur aukist. í fyrri könnun reyndust 20%
allra ánægðir en í síðari könnun hafði hlutfall ánægðra vaxið í 36% heildarmann-
afla. Aukning virðist hafa verið meiri í sumum hópum en öðrum, þ.e. meðal þeirra
sem hafa reynslu af starfi með fötluðum eða hafa lært um kennslu og uppeldi
þeirra (sjá Mynd 11). í þeim hópum hefur fjölgað mjög þeim sem eru ánægðir. Þetta
eru líka almennt ánægðustu hóparnir í báðum könnunum. Inni í þessum hópi eru
m.a leikskólakennarar með sérstuðning, þroskaþjálfar og „annað", en hjá þessum
starfshópum er einmitt miklu meiri breyting milli kannana en hjá leikskólakenn-
urum og ófaglærðum almennt. Engu að síður eru ánægðir enn í minnihluta, þegar
litið er til allra svarenda.
Mynd 11
Hlutfall þeirra sem sögðust vera ánægðir með undirbúning leikskóla,
flokkað eftir því hvort svarendur höfðu reynslu
af fötluðum börnum eða höfðu lært um uppeldi þeirra, eða hvorugt
55