Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 68

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 68
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG Eins skortir rannsóknir sem sýna hvernig ofbeldi tengist öðrum vandamálum á kerfisbundinn hátt, til að mynda afbrotum og neyslu löglegra og ólöglegra vímu- efna (Felson o.fl. 1994). Af þeim sökum er brýnt að athuga hvort rétt sé að telja ofbeldi hluta af almennari lífsstíl sem einkennist af því sem kalla mætti óknyttaatferli (delinquency). Til þess að ganga úr skugga um þetta þarf að kanna hve mikil fylgni er milli ofbeldis og þátta á borð við afbrot og neyslu löglegra og ólöglegra vímu- efna. Þá er brýnt að rannsaka hvernig það að beita ofbeldi og það að vera fórnar- lamb ofbeldis tengist, annars vegar innbyrðis og hins vegar hvernig það tengist öðru óknyttaatferli. Meginmarkmið þessarar rannsóknar eru þrjú. I fyrsta lagi athugum við hvort hægt sé að tala um að ofbeldi tilheyri sérstökum óknyttalífsstíl (delinquent lifestyle), eða með öðrum orðum hvernig afbrot og neysla löglegra og ólöglegra vímuefna tengjast ofbeldi. I öðru lagi könnum við hvort það að verða fyrir ofbeldi og það að beita ofbeldi fari saman. í þriðja lagi prófum við þá tilgátu að sömu þættir tengist ofbeldi, vímuefnaneyslu og afbrotum. Þessir þættir eru: lífsstíll jafnaldra, tengsl unglinga við foreldra og skóla, trúhneigð og viðhorf til reglna. OFBELDI OG LÍFSSTÍLL Fáir fræðimenn hafa rannsakað ofbeldi með það fyrir augum að kanna hvort það geti talist hluti af almennari óknyttalífsstíl. Þó má nefna rannsókn Salts o.fl. (1995) sem leiddi í ljós að unglingar sem beita ofbeldi eru líklegri en þeir sem ekki beita ofbeldi til þess að neyta ólöglegra vímuefna, stunda þjófnaði, fremja skemmdarverk og neyta áfengis og tóbaks. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að sterk tengsl eru milli þess að vera gerandi og þolandi ofbeldis. Þannig sýna niðurstöður rannsókna að þeir sem beita ofbeldi eru líklegir til að verða fyrir ofbeldi sjálfir (Þóroddur Bjarna- son o.fl. 1997, Hindelang, Gottfredson og Garofalo 1978, Sampson og Lauritsen 1990). Þessar rannsóknir virðast benda til þess að ofbeldi sé hluti af almennari lífsstíl sem einkennist af atferli sem liggur utan við hefðbundin mörk. Bent hefur verið á að einstaklingar sem tileinka sér slíkan lífsstíl verji frekar tíma sínum utan áhrifa- svæðis hefðbundinna aðila og stofnana, svo sem foreldra, kennara og leiðbeinenda (Miethe o.fl. 1987, Osgood o.fl. 1996). Vegna þess að þeir eru utan áhrifasvæðis þessara stofnana hafa þeir meira svigrúm til þess að brjóta gegn hefðum og venjum samfélagsins. Á sama hátt eru þeir líklegri til að vera í umhverfi sem býður upp á óhefðbundið og jafnvel hættulegt hátterni. Ef það er rétt að ofbeldi sé hluti af almennum óknyttalífsstíl ættu unglingar sem beita ofbeldi að vera líklegri en aðrir til að fremja afbrot og neyta vímuefna. Á sama tíma ættu líkurnar á því að þeir verði fórnarlömb ofbeldis að aukast. Ef ofbeldi er hluti af almennari lífsstíl er jafnframt ástæða til að ætla að þau félagslegu ferli sem liggja að baki óknyttaatferli meðal unglinga séu hin sömu og liggja að baki ofbeldi. í þessu samhengi er gagnlegt að líta á tvö sjónarhorn sem notuð hafa verið til að skýra óknyttaatferli meðal ungmenna. 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.