Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 76

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 76
OFBELDI, LÍFSSTÍLL, SAMFÉLAG Menntun foreldra er ótengd ofbeldi og nær öllu óknyttaatferli þegar öllum þáttum er stjórnað. Kyn tengist marktækt ofbeldi, hassneyslu, afbrotum og afskipt- um lögreglu þannig að piltar eru líklegri til að sýna slíkt atferli. Kyn er hins vegar ótengt áfengisneyslu og reykingum í þessari greiningu. Að minnsta kosti ein af þremur mælingum á samskiptum unglinga við foreldra sína hefur marktæk tengsl við óknyttaatferli, þó eru þessi tengsl ekki til staðar við hassneyslu og afbrotaatferli. í flestum tilvikum eru þessi tengsl fremur veik. Hins vegar er eftirtektarvert að hinar þrjár víddir foreldratengsla hafa í sumum tilvikum ólík tengsl við atferli.1 Eftirlit og andlegur stuðningur foreldra dregur úr líkum á ofbeldi og óknyttaatferli. Þá eru marktækt hófleg tengsl milli árangurs í skóla og ofbeldisatferlis og annarra óknytta. Sambandið er þannig að góður árangur í skóla minnkar líkur á ofbeldi og óknyttaatferli. Aukin trúhneigð dregur einnig úr líkum á ofbeldi og öðrum óknyttum en neikvæð viðhorf til reglna auka líkur á slíku atferli. Sterkt samband er milli óknytta meðal jafnaldra og atferlis einstaklings, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða aðra óknytti. Ofbeldi meðal jafnaldra hefur hæstu fylgnina við ofbeldisatferli einstaklings af þessum þáttum, hvort sem um er að ræða beitingu ofbeldis eða það að vera þolandi þess, einnig hefur vímuefnaneysla vina töluverð áhrif. Á sama hátt hefur vímuefnaneysla vina sterkustu tengslin við vímu- efnaneyslu einstaklings. Þá hefur ofbeldi meðal jafnaldra einnig töluverða fylgni við vímuefnaneyslu einstaklings. Eftirtektarvert er að andlegur stuðningur jafnaldra er ekki tengdur ofbeldi á sama hátt og öðru óknyttaatferli. Þannig eykur andlegur stuðningur marktækt líkur á vímuefna- og tóbaksneyslu en dregur úr líkum á ofbeldi. Tengslin eru þó einungis marktæk við það að vera fórnarlamb ofbeldis en ekki við það að beita ofbeldi. f Töflu 4 má sjá á gildum fjölfylgnistuðulsins R2 að frumbreyturnar skýra um- talsverðan hluta af tölfræðilegri dreifingu óknyttaatferlis. Hins vegar skýra þær meira í áfengisneyslu og reykingum en beitingu ofbeldis, því að verða fórnarlamb ofbeldis, afbrotaatferli, hassneyslu, og afskiptum lögreglu. Þannig skýra frumbreyt- urnar mun meira af dreifingu áfengisneyslu og reykinga (R2=0,40 og 0,47) en of- beldi og ólöglegu atferli (R2=0,18 til 0,24). Líkanið virðist því síður geta skýrt alvar- legra atferli á borð við neyslu ólöglegra vímuefna, afbrot og ofbeldi. UMRÆÐA Niðurstöður okkar styðja vísbendingar um að ofbeldi meðal unglinga sé hluti af víðtækari lífsstíl sem einkennist af óknyttaatferli (Miller 1958, Sampson og Laurit- 1 Það vekur athygli að það að foreldrar setji unglingum reglur eykur líkur á að þeir fremji óknytti. Þegar nemendum er skipt í hópa eftir því hve mikinn stuðning þeir fá frá foreldrum sínum kemur í ljós að þetta gildir þó einungis um þann hóp sem fær mjög lítinn stuðning frá foreldrum sínum - hjá hinum sem fá meiri stuðning er reglusetning foreldra ótengd og jafnvel neikvætt tengd sumu atferli (ekki sýnt í töflu). Þessar niðurstöður má túlka á nokkra vegu. Til að mynda gæti reglusetning verið tilraun foreldra sem eru í litlum tengslum við börn sín til að hafa stjórn á óknyttaatferli þeirra. Annar möguleiki er að túlka þetta sem svo að þegar foreldrar sem eru í litlum tengslum við unglinga setja þeim reglur geti það haft öfug áhrif við það sem til er ætlast. Þótt þessar niðurstöður gefi ekki svigrúm til fullyrðinga benda þær til þess að reglur frá foreldrum hafi ekki þau áhrif sem til er ætlast þegar tengsl milli foreldra og unglinga eru lítil. 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.