Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 77

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 77
JÓN GUNNAR BERNBURG, ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON sen 1990, Sykes og Matza 1961). Þær sýna að unglingar sem beita ofbeldi eru mun líklegri en aðrir til að fremja afbrot og komast í kast við lögin. Þeir eru einnig líklegri en aðrir til að neyta löglegra og ólöglegra vímuefna. Þá sýna niðurstöðurnar háa fylgni milli þess að beita ofbeldi og þess að verða fórnarlamb ofbeldis. Niðurstöður okkar renna styrkari stoðum undir þá tilgátu að svipaðir þættir liggi að baki ofbeldi og öðru óknyttaatferli meðal unglinga (Felson o.fl. 1994, Salts o.fl. 1995). Þær sýna að veik tengsl við foreldra, slakur námsárangur, lítil trúhneigð o'g það viðhorf að reglur séu afstæðar, auka líkurnar á því að ungmenni beiti of- beldi. Einnig eykur það líkur á ofbeldisatferli ef ofbeldi er algengt í vinahópnum og ef vinirnir neyta vímuefna. Þessir sömu þættir auka einnig líkurnar á því að ungl- ingar neyti löglegra og ólöglegra vímuefna og fremji afbrot. Þótt fyrrgreindir þættir tengist ofbeldi og öðru óknyttaatferli á svipaðan hátt eru einnig áhugaverðar undantekningar frá þessu. Þannig tengist andlegur stuðn- ingur vina ekki ofbeldishegðun á sama hátt og neyslu vímuefna, þar sem hann eyk- ur líkur á vímuefnaneyslu en minnkar líkur á ofbeldi. Hugsanlegt er að andlegur stuðningur hindri ofbeldishegðun eða að það séu sameiginlegir þættir sem ýti undir ofbeldi á sama tíma og þeir dragi úr nánum tengslum. Niðurstöður okkar sýndu hins vegar mjög veik tengsl milli andlegs stuðnings vina og ofbeldis og gefa því lítið svigrúm til ályktana. Frekari rannsókna er því þörf til að svara þessum spurningum. Niðurstöður okkar sýna að þættir eins og tengsl við hefðbundnar stofnanir og lífsmynstur jafnaldra hafa heldur meira spágildi fyrir áfengisneyslu og reykingar heldur en ofbeldi, afbrot og neyslu ólöglegra vímuefna. Líkanið virðist því síður skýra ofbeldi og ólöglegt atferli en atferli sem liggur nær hefðbundnum mörkum. Þetta gæti bent til þess að mikilvæga þætti vanti í greininguna. En þetta gæti einnig bent til þess að mælingum sé ábótavant, til að mynda var einungis athugað hvort vinir hefðu verið fórnarlömb ofbeldis en ekki hvort þeir hefðu beitt því. Hins vegar var spurt um hvort vinir hefðu neytt vímuefna. En eins og kemur í ljós hefur atferli meðal vina hátt skýringargildi í greiningunni. Það sem einkennir þá sem beita ofbeldi, umfram aðra þætti, er að þeir eru mun líklegri til að fremja óknytti á borð við afbrot og verða fyrir afskiptum lögreglu. Ekki finnast marktæk tengsl milli menntunar foreldra og beitingar ofbeldis. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á tengslum stéttarstöðu og óknyttaatferli meðal íslenskra unglinga (Þórólfur Þórlindsson og Rúnar Vilhjálms- son 1991, Þóroddur Bjarnason o.fl. 1997). Þótt niðurstöður okkar gefi vísbendingar um hvað einkenni unglinga sem beita ofbeldi er ekki þar með sagt að hægt sé að fullyrða um orsakasamhengi. Unglingar sem beita ofbeldi eru líklegir til að eiga í erfiðleikum á öðrum sviðum og þeir eru líklegir til að eiga vini sem hegða sér á svipaðan hátt. Þessi staðreynd ein og sér segir þó ekki til um hvort unglingar læri slíka hegðun af vinum sínum eða hvort þeir sem eiga í vandræðum sæki í félagsskap þeirra sem svipað er ástatt um. Þótt rannsóknir hafi sýnt hvaða þættir tengjast óknyttaatferli meðal unglinga hafa fræði- menn ekki orðið ásáttir um að fella þær niðurstöður undir eitt sjónarhorn, eða kenningu sem segir til um orsakasamhengi þeirra fyrirbæra sem hér er verið að 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.