Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 103

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 103
BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR an málaflokk varðar. Ekkert marktækt samband var á milli þessa viðfangsefnis og bakgrunnsbreytnanna. Fræðsluskrifstofa - ráðuneyti Neðst í forgangsröð verkefna lentu samskiptin við fræðsluskrifstofu og ráðuneyti. Hvergi komu fram marktæk tengsl milli þessa þáttar og annarra. Talsverður munur kom þó fram í svörum eftir fræðsluumdæmum. Þeir stjórnendur sem settu þetta viðfangsefni neðst á listann yfir ákjósanleg viðfangsefni voru hlutfallslega flestir á Vesturlandi en hlutfallslega fæstir á Vestfjörðum. ERFIÐ VIÐFANGSEFNI EÐA ÁNÆGJULEG í Töflu 2 kemur fram hvernig skólastjórar röðuðu nokkrum helstu viðfangsefnum eftir því hvort þau valda þeim erfiðleikum eða veita þeim ánægju í starfi. Viðfangsefni sem valda erfiðleikum Eins og fram kemur í Töflu 2 lendir hegðun nemenda efst í flokki viðfangsefna sem mestum erfiðleikum valda í starfi. í öðru sæti er starfsfólk og í þriðja sæti er áætl- anagerð. Minnstum erfiðleikum valda hins vegar málefni nemenda og skólahverfið er næstneðst í röðinni. Þegar hugað er að tengslum erfiðleikaþáttarins við bak- grunnsbreyturnar kemur eftirfarandi í ljós. Hegðun nemenda Af töflunni má ráða að stjórnendur telja að hegðun nemenda valdi sér mestum erfiðleikum í starfi. Marktækt samband er á milli þeirra erfiðleika sem hegðun nemenda veldur og stærðar skóla og reyndist það vera eina marktæka sambandið við bakgrunnsbreyturnar. Eftir því sem skólarnir verða fjölmennari fjölgar þeim skólastjórum hlutfallslega sem telja að hegðun nemenda valdi þeim mestum erfið- leikum í starfi. Þótt ekki sé um að ræða marktækan mun milli fræðsluumdæma þá víkja svör skólastjóra í Reykjavík nokkuð frá svörum skólastjóra í öðrum fræðsluumdæmum, því í Reykjavík eru hlutfallslega flestir sem setja hegðun nemenda í fyrsta sæti yfir erfið viðfangsefni. Reykjanes fylgir fast á eftir, en í öðrum fræðsluumdæmum setja skólastjórar hegðun nemenda ekki jafn eindregið í fyrsta sæti. Starfsfólk Starfsfólk kom næst þeirra viðfangsefna sem valda skólastjórum erfiðleikum í starfi. Nokkur munur kom fram í svörum skólastjóra eftir aldri, reynslu, stærð skóla, aldri skóla og fræðsluumdæmum, en hvergi var um marktækan mun að ræða. Þeir skólastjórar sem helst setja starfsfólk í annað sæti yfir viðfangsefni sem valda þeim erfiðleikum í starfi eru á milli þrítugs og fertugs, með 11-15 ára starfsreynslu sem skólastjórar, og þeir stjórna skólum með 50-100 nemendur. Vestfirðir skera sig nokkuð úr öðrum fræðsluumdæmum en þar eru hlutfallslega flestir skólastjórar sem setja starfsfólk í annað sæti. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.