Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 148
NÝSKÖPUNARSTARF j GRUNNSKÓLA
eitthvað sem byggist á virkni. Nýsköpunarþátturinn er þannig styrktur með því að
sýna börnum hvernig unnt er að nota tækni sem verkfæri í þágu sköpunar.
Hugmyndir - hugvit
Með námsefninu er lögð áhersla á að
kenna nemendum framleiðsluferli frá
hugmynd til seljanlegrar afurðar þar
sem stofnað er fyrirtæki um hugmynd
nemenda og afurðin framleidd.
Börnin stofna eigin fyrirtæki, 3-4
saman, og vinna með sameiginlega
hugmynd, sem þau þróa og framleiða.
Þau gera markaðskönnun, halda mark-
að og meta gildi afurðarinnar eða áhrif
hennar á umhverfið. Þau fara einnig í
vettvangsferð í íslenskt framleiðslu-
fyrirtæki sem byggist á íslensku hug-
viti og sjá framleiðsluferlið.
Allir verða að vinna saman á lýð-
ræðislegan hátt, vera virkir til að hlut-
irnir gangi upp og læra að treysta hver
öðrum.
Umhverfi - útlit
Með námsefninu er lögð áhersla á hönnun mannvirkja með tilliti til félagslegra
þarfa og nýtingar á rými og umhverfi. Nemendur setja fram lausnir með teikn-
ingum og líkönum. Þeir bera saman
þarfir eigin heims, smáheimsins og
þarfir stórheimsins, heims fullorðinna.
Umhverfi - útlit fjallar um manngert
umhverfi. í námsefninu er sjónum
barnsins beint að hinni siðferðislegu
hlið á framtaki mannsins, t.d. eru leyst
verkefni þar sem lífssögu hluta eru gerð
skil, skoðaðar áætlanagerðir er varða
umhverfi mannsins og lært um það
hvernig arkitektar hugsa, t.d. þarfir
skilgreindar í rými, spáð í virkni rým-
isins, og tengingu mannvirkja og um-
hverfis út frá félagslegum forsendum.
Þetta verkefni á sérstaklega að
styrkja siðvit barnsins og gera það
meðvitað um þátt sinn í mótun um-
hverfis síns.
146