Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 163
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR
EINKENNI LÍFVERA
Einkenni lífvera. [Nemendabók.] Höfundar: Dean Hurd, Susan M. Johnson, George F.
Matthias, Edward Benjamin Snyder og Jill D. Wright. Hálfdan Ómar Hálfdanarson og
Þuríður Þorbjarnardóttir pýddu og staðfærðu. Ritstjórn Árný Elíasdóttir og Hafdís Finn-
bogadóttir. Reykjavík, Námsgagnastofnun og Prentice Hall 1996. 132 blaðstður, orðskýr-
ingar og fjöldi litmynda.
Einkenni lífvera. Kennarahandbók. Höfundar: Dean Hurd, Susan M. Johnson, George
F. Matthias, Charles William McLaughlin, Edward Benjamin Snyder og Jill D. Wright.
Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi og staðfærði. Ritstjórn Hafdís Finnbogadóttir. Reykja-
vík, Námsgagnastofnun og Prentice Hall 1996.128 blaðsíður.
Einkenni lífvera. Verkefni, kannanir og glærur. Hálfdan Ómar Hálfdanarson pýddi og
staðfærði. Ritstjórn Árný Elíasdóttir og Hafdís Finnbogadóttir. Reykjavík, Námsgagna-
stofnun og Prentice Hall 1997.106 blaðsíður, fimm litprentaðar glærur.
Undanfarin ár hefur kennurum, sem kenna líffræði á unglingastigi, verið nokkuð
þröngur stakkur skorinn um val á námsbókum. Bækur, sem algengt hefur verið að
kenna í áttunda bekk, eru orðnar að hluta úreltar og voru aldrei gefnar út nema
sem tilraunaútgáfa sem síðan dagaði uppi. Voru bækurnar aldrei endurskoðaðar. I
öðrum aldurshópum hefur ástandið verið litlu betra. A síðasta ári var gerð nokkur
bragarbót er út var gefinn fyrsti hluti af nýju kennsluefni sem hlaut nafnið Einketmi
lífvera. Efnið er þýðing á fyrsta hluta bandarísks námsefnis (General science) og er
að nokkru leyti lagað að íslenskum aðstæðum, meðal annars bætt við íslenskum
myndum.
Áætlað er að á næstu árum komi út nokkrar aðrar kennslubækur í sama bókar-
flokki, meðal annars urn þróunarfræði. Nýlega kom einnig út í sama flokki bókin
Orkan sem tilheyrir eðlisfræði. Að vonum kættist margur líffræðikennarinn við að
sjá bókina Einkenni lífvera, enda stendur hún mun framar gömlu kennslubókunum
að útliti og gæðum.
Nýja námsefnið skiptist í þrjá hluta: Nemendabók, kennarahandbók og verk-
efnamöppu. Síðastliðið vor hófst í mínum skóla kennsla á tveimur síðustu köflum
bókarinnar en á þessu hausti höfum við kennt fyrstu kaflana, hvort tveggja í átt-
unda bekk.
NEMENDABÓK
Nemendabókinni er skipt í fimm sjálfstæða kafla sem fjalla um rannsóknir á lífver-
um, eðli lífsins, frumur, vefi, líffæri, líffærakerfi og samskipti lífvera. Allt skipulag
bókarinnar og útlit er til fyrirmyndar og ólíkt þeim kennslubókum sem staðið hafa
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 6. árg. 1997
161