Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 166
EINKENNI LÍFVERA
könnun úr allri bókinni. Lausnir fylgja öllum verkefnum, könnunum og tilraunum.
Nokkrar tilraunanna hafa birst áður, meðal annars með námsefninu Frumur. Kenn-
ari getur valið úr þeim eftir efni og aðstæðum. Væntanlega hvetur það kennara til
að láta nemendur gera margar tilraunir, en nemendur læra mikið af þeim. Tveir
tölvudisklingar fylgja möppunni, annar fyrir PC-tölvur en hinn fyrir Macintosh-
tölvur. Á þeim eru verkefni og kannanir möppunnar og er hægt að breyta þeim að
vild. Það sparar kennurum mikla vinnu og auðveldar þeim að útbúa verkefni í
samræmi við eigin áherslur og hugmyndir. Nokkrar litprentaðar glærur af teikn-
ingum úr kennslubókinni er að finna í verkefnamöppunni. Óneitanlega er skemmti-
legra fyrir kennara að sýna nemendum þær en svarthvít ljósrit.
LOKAORÐ
Ég fagna þessari nýju kennslubók sem býður upp á nýjar leiðir í líffræðikennslu þar
sem meiri áhersla er lögð á skilning nemenda á viðfangsefninu en hið beinharða
staðreyndanám. Einnig er boðið upp á fjölbreyttari kennsluaðferðir. Kennarar eru
loks með í höndunum námsefni sem þeir þurfa ekki sífellt að vera að breyta og
lagfæra. Vissulega má gagnrýna ýmislegt, t.d. eru sumir kaflar kennslubókarinnar
þungir fyrir marga nemendur. Því mætti reyna að kenna hana í níunda bekk, en
skortur á námsefni fyrir áttunda bekk gæti komið í veg fyrir það. Nafn bókarinnar,
Einkenni lífuera, sem er bein þýðing á enska heiti hennar, Caracteristics of Living
things, er heldur ekki alveg í samræmi við efni hennar. Óneitanlega hefði verið
gaman ef nýtt og alíslenskt námsefni hefði verið samið en þá hefðum við sennilega
þurft að bíða lengur eftir nýju kennsluefni. Með þessari nýju kennslubókarútgáfu
tel ég okkur vera á réttri braut í að efla náttúrufræðikennslu á íslandi og ég hlakka
til að sjá hinar óútgefnu bækur úr sama bókarflokki sem er væntanlegur. Bókin
Einkenni lífvera hefur reynst ágætlega í mínum skóla, nemendur og kennarar hafa
verið að prófa sig áfram með notkun hennar. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig
þetta námsefni á eftir að reynast til kennslu í skólum hér á landi.
Kristjana jónsdóttir er kennari
í Árbæjarskóla.
164