Iðunn - 01.01.1889, Page 4
162
Heilsufræðin nú á timum.
um það höfum vjer nægar sögur; en það er ekki
fjarri sanni, að geta þess, að hitt hafi ósjaldan
komið fyrir, að áheitin hafi ekki stoðað, þótt þess
sé eigi getið. Víst er um það, að ekki stoðuðu
nein áheit til þess að afstýra mannspellum þeim
og usla, er svarti dauði gjörði hér á landi; þótt
hann kæmi hingað hér um bil 50 árum síðar en
hann hafði gengið í öðrum löndum Norðrálfunnar,
þá varð hann hér engu ómannskæðari en annars-
staðar hafði verið, og ekki fókk strjálbyggð lands-
ins varnað því, að hann næði að geysast um allt
landið. Eins var það um bólusóttirnar; þegar þær
náðu að komast hingað til lands, þá urðu þær hér
engu miðr mannskæðar en annarstaðar. Holds-
veiki var hér æði algeng lengi fram eptir ; en að
því leyti sömdu islendingar sig að annara þjóða
háttum, að þeir komu upp nokkrum spítölum fyr-
ir vesalinga þá, er yfirkomnir voru af þeim voða-
lega sjúkdómi, þótt þeir auðvitað væri ekki nærri
nógir til þess að veita þeim öllum viðtöku; má
héita, að þetta eitt væri sú eina ráðstöfun, er gjörð
var til almennra heilsuvarna hér á landi allt fram
á 18. öld.
Eptir miðja 18. öld var skipaðr héraðslæknir
hér á landi, og honum skömmu síðar falið á hendr
að veita tilsögn í læknisfræði læknaefnum; og áðr
en öldin væri liðin, voru hér skipaðir fjórðungs-
læknar. Seint á öldinni kom út ávísun um bólu-
setningu, en aldrei komst hún á hér á landi;
margt gjörðu þeir læknarnir Jón Pétursson og
Sveinn Pálsson til þess að fræða menn um megin-
setningar heilsufræðinnar; eru í ritgjörð Sveins um