Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 11
Heilsufræðin nú á tímura.
169
Norðr-Ameríku. í Danmörku hefir hún ekki gjört
sérlega mikinn usla, og er það víst mest því að
þakka, að landið liggr norðarlega. þó varð hún
allmannskæð árið 1853, því þá varð hún 5000
manna að bana í Kaupmannahpfn einni. Alls
hefir hún komið 4 sinnum til Danmerkur: 1850,
1853, 1857, 1859.
|>að leið löng stund áðr en menn almennt yrði
á eitt sáttir um það, hvað gjöra skyldi til að
stemma stigu fyrir þessum vogesti, er öllum stóð
stuggr af. Enn sem fyr vonuðustu menn eptir
þvf, að sóttvarnir og samgöngubönn mundu reynast
affarabezt, eins og reynzt hafði til varnar móti
kýlasóttinni. En nú er öldin orðin önnur; nú eru
samgöngur landa á milli orðnar svo afartíðar, að
varla er hægt að stemma stigu fyrir neinni drep-
sótt með samgöngubönnum. Atvinna og hagsæld
allt of margra manna er undir því komin, að
verzlun, viðskipti og samgöngur gangi sem liðugast,
til þess að nokkur geti látið sér það til hugar
koma, að banna samgöngur við önnur lönd, og
þröngva mönnum til að hlýðnast slíku banni. það
varð því að haga sóttvörnunum eptir háttum vorra
daga, en fyrir það reyndust þær miðr tryggilegar.
Menn hlutu því að leita annara ráða. Skozku
prestunum hugkvæmdist það, að fyrirskipa almenna
föstu, þegar kóleran fór að nálgast Skotland; en
þeir hættu við það, þegar Palmerston lávarðr í
skopi lagði það til við þá, að fyrirskipa almennt
hreinlæti. það er ekki víst, hvort Palmerston hefir
vitað, hve nærri sanni ráðlegging hans var; en sú
hálfa öldin, sem liðin er síðan hann gaf ráðið, hefir