Iðunn - 01.01.1889, Page 12
170
Heilsufræðin uú á tímum.
í öllum greinum viljað fylgja því aem hinni beztu
heilsuvörn.
Hvergi hefir jafnmikið verið aðgjört til þess að
verja heilsu manna sem ií Englandi; en í hinum
miklu iðnaðarborgum Englands var einnig þörfin á
umbótum meiri on í nokkuru öðru landi. Annars
vegar studdi og að því hin frjálslega stjórnarskipun
Englands, að annmarkar þeir, er á ýmsu fyrirkomu-
lagi voru, ekki vœri lengi látnir liggja í láginni,
en þá er fyrst hœgt að gjöra umbætur, þegar
menn þekkja það sem ábótavant er. Eyrst voru
skipaðar skýrslur um öll mannalát, og hvað orðið
hefði dauðameinið. Síðan voru skipaðar nefndir,
sem áttu að rannsaka það, hvað því kynni að
valda, að manndauði væri venju fremr mikill í
þessum eða þessum hrepp eða þá borgarhverfi.
þegar skýrslur voru komnar frá nefndum þessum,
var ekki linnt látum fyrr en almenningi voru orðnar
kunnar niðrstöðurnar á því, er nefndir þessar þótt-
ust hafa komizt að; hjálpaðist jafnt að því þingið
og blöð og tímarit og félög einstakra manna. Og
því næst var ráðizt í þau stórvirki til almennra
heilsubóta, sem ekki hvað sízt einkenna framfara-
brag Englendinga þenna síðasta mannsaldr. Nii
var það tekið fyrir, að gjörræsa stórborgirnar; ræsi
voru gjörð um þær allar til þess að veita burt
öllum óhreinindum, en jafnframt um það séð, að að
þeim væri veitt nógu af heilnæmu vatni; nú var
og kappsamlega farið að vinna að því, að koma
upp viðunandi húsakynnum fyrir snauða menn;
ráðstafanir gerðar til þess að mýgja sóttkveikju-
efnum, þegar landfarsóttir gengi; nú var farið að