Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 16
174
HeilsufYæðin nú á timum.
þcirra, og að með því að setja þær skepnum svo und-
búnar, þá kveiki þær ekki hinn banvæna miltis-
bruna, heldr mjög vægan kvilla, en sem þó fær
því áorkað, að skepnunni verðr nii ekki framar
hætt viö því að fá miltisbruna, á líkan hátt og
þeim er eigi hætt við að fá bóluna, sem kúabólu-
settir hafa verið. þessa aðferð hafa meun því tek-
ið upp, að setja skepnum miltisbruna, í löndum
þar sem miltisbruni er tíðr sjúkdómr og skæðr, og
hefir það vel gefizt.
Annað dæmi þess, hvað þessi þekking á sótt-
kveikjuögnum getr verið mikilsverð, er þetta:
Allir vita, hvað lungnatæringin er skæðr sjúk-
dómr; það telst svo til, að rúmlega 7. hver maðr
muni deyja úr tæringu. Um hina sönnu undir-
rót tæringarinnar hafa menn hingað að ekkert vit-
að með vissu, þótt menn hafi þekkt margvíslegar
orsakir, svo sem það, að anda að sér vondu lopti,
hafa oflítið og óhollt viðrværi, er mjög svo styddu
að því að sjúkdómr sá næði að þróast og elna.
En fyrir fám árum sýndi þjóðverskr læknir, er
Koeh heitir, fram á það, að í líffærum þeim, er
tæringin slægi sór á, fyndist sórstök sóttkveikjuögn,
og að hægt væri að kveikja tæringu hjá dýrum
með því að setja þeim þessa lífögn. það má nú
þykja miklu skipta, að hafa komizt að raun um,
að þessi skæði sjúkdómr getr verið þannig undir
kominn. því við það hlaut það að verða auðsætt,
að mögulegleiki er fyrir því, að tæringin geti fluzt
sem hver annar næmr sjúkdómr úr einum brjóst-
veikum manni í annan. Auk þess hlutu menn við
það að fara að gefa gaum að því, að lungnatær-