Iðunn - 01.01.1889, Síða 22
Guð er kærleikur.
Ejitir
£co ^oUoj,
“■yVvTf-arfceinn skóari bjó inn í bænum í dálífcilli
“JGV-X kjallarakompu, með einum glugga út að
götunni. Út um gluggann sá hann fólkið sem
gekk um strætið, það er að segja hann sá ekki
nema fæturna, en hann þekkti líka flesta á skón-
um. Marteinn hafði búið á sama stað mörg ár,
og þeir voru teljandi, skórnir þar í grenndinni, sem
ekki höfðu einhvern tíma verið í höndunum á lion-
um; hann áfcti eitthvað í þeim flestum, meira eða
minna, og hann hafði daglega þá ánægju, að sjá
verkin sinna handa út um gluggann. það var líka
sannast að segja, að Marteinn hafði bæði góða
vöru á boðstólum og var vandvirkur. Aldrei lofaði
hann upp í ermina sína að vera búinn á vissum
tíma, og sagðist þá heldurvilja verða af vinnunni,
og ekki tók hann meira en hann áttí. Marteinn
var svo kunnur að þessu, að allir vildu við hann
skipta, og hann hafði allt af nóg að gjöra.
Marteinn hafði alla sína daga verið vandaður
maður, en það var þó fyrst á elliárum sínum, að
hann fór að verða eiginlega guðhræddur og hugsa
um sálarvelferð sína. Konuna sína missti hann
áður en hann fór að eiga með sig sjálfur, og eptir
hjónabandið lifði ekki nema einn drengur þriggja