Iðunn - 01.01.1889, Side 23
Leo Tolstoj: Guð er kærleikur. 181
Vetra; hin börnin hafði guð tekið til sín. Marteinn
var að hugsa um að senda barnið til systur sinnar
upp í sveit, en gat, þegar til kom, eigi fengið það
af sjer, að láta það fara frá sjer til ókunnugra.
Um sama leyti fór hann úr vistinni frá meist-
aranum, og fjekk sjer húsnæði í kjallaranum sínum.
Drengurinn dafnaði vel og var yndi og eptirlæti
föður síns, en honum var ekki gefið barnalánið.
þegar drengurinn var kominn á þann aldur, að
geta hjálpað föður sínum, sýktist hann og dó eptir
viku-legu. Marteinn varð svo sturlaður, að hann
tók að mögla gegn guði. Hann varð þunglyndur
og óskaði að fá að deyja, og ásakaði guð fyrir að
hafa ekki heldur tekið sig, gamlan manninn, en
þennan hjartkæra einkason. Upp frá því hætti
hann líka að fara í kirkju.
Einhvern dag bar svo undir, að gamall kunn-
ingi úr sama byggðarlagi og hann heimsótti hann.
Hann var á aldur við Martein og hafði í átta ár
farið um sem pílagrímur. þegar þeir höfðu talað
saman stundarkorn, fór Marteinn að telja honum
raunir sínar.
#Jeg er orðinn þreyttur á lífinu, og óska mjer
einskis nemaaðmega deyja; jeg lifi hvorki mjer nje
öðrum til gagns úr þessu«.
»Láttu þjer ekki slíkt um munn fara«, sagði
vinur hans. »það er ekki okkar, að dæma um for-
sjónina. það er ekki spurt um, hvað okkur finnst,
heldur hvað guði þóknast að láta vera. Nú hefir
guð hagað því svona, að sonur þinn dó, en þú ert
á lífi. Allt er gott sem gjörði hann. þú ert svona